Verið var að dæla eldsneyti á þyrluna á Akureyri í undirbúningi heimfarar til Reykjavíkur þegar útkallið barst.
Auðvelt var því fyrir áhöfn þyrlunnar að gera stutt stopp á Hveravöllum til að sækja slasaða mótorhjólamanninn.
Manninum var komið undir læknishendur á Landspítalanum rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar gat lítið gefið upp um líðan mannsins en sagði þó að ekki hafi verið um meiriháttar slys að ræða.