Seinheppni Árnýjar og Daða Freys heldur áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2021 16:56 Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið voru fulltrúar Íslands í Eurovision í ár. Vísir/Vilhelm Eurovision-parið Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson þarf að finna sér nýtt húsnæði sem allra fyrst í Berlín í Þýskalandi. Stóra lekamálið í íbúð þeirra hefur dregið dilk á eftir sér. Árný Fjóla greinir frá því í hópnum Berlín, borgin okkar á Facebook að seinheppni þeirra Daða Freys ætli engan enda að taka þetta misseri. Þau voru sem kunnugt er fulltrúar einu þjóðarinnar sem gátu ekki keppt í úrslitum Eurovision vegna Covid-19 smits í íslenska hópnum. Eftir heimkomuna frá Hollandi greindist Árný Fjóla svo með Covid-19 svo þau fóru beint úr langri sóttkví í einangrun. Ekki hjálpaði til þegar leki úr þvottavél þeirra varð valdur að uppvakningu gamals og skæðs myglusvepps í húsi þeirra í Berlín. Þau voru nýlega flutt í húsið og höfðu ekki keypt sér heimilistryggingu. Greindi Árný frá því á dögunum að húseigandi og leigumiðlari hefðu dembt á þau 35 þúsund evru skuld, jafnvirði um fimm milljóna króna. Árný, fremst til vinstri, ásamt restinni af Gagnamagninu sem sló í gegn í Eurovision í Hollandi þrátt fyrir að stíga ekki á svið.Baldur Kristjánsson „Vegna stóra „lekamálsins“ hafa komið í ljós umtalsverðar eldri skemmdir á húsinu okkar, sem er auðvitað ekki okkar sök. Nú þarf að rífa upp allt gólfið í eldhúsi, gangi og baðherbergi. Okkur er gert að flytja úr íbúðinni okkar á meðan framkvæmdum stendur,“ segir Árný Fjóla. Framkvæmdir gætu byrjað seinni hluta júlí og staðið hið minnsta út árið. „Við leitum því að nýju íbúðarhúsnæði og leitum því til ykkar þar sem tímin er vissulega naumur (3 vikur!). Ég er komin 30 vikur á leið og við erum með eina 2 ára. Við viljum því sleppa við að flytja oft á einhverjum stuttum tíma og leitum því aðeins að langtímaleigu.“ Þau hafa mestan áhuga að vera í hverfunum Mitte, Prenze eða Schöneberg. Hundrað fermetrar með fjórum herbergjum væri ákjósanlegt og verð helst ekki mikið hærra en 2000 evrur á mánuði, um 300 þúsund krónur. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði Freyr og Árný Fjóla fá fimm milljóna króna reikning í hausinn Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir standa í stórræðum í Berlín en leki úr þvottavél þeirra ætlar að reynast þeim dýr. 29. júní 2021 15:18 Daði Freyr og Árný laus úr einangrun Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga. 8. júní 2021 09:30 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
Árný Fjóla greinir frá því í hópnum Berlín, borgin okkar á Facebook að seinheppni þeirra Daða Freys ætli engan enda að taka þetta misseri. Þau voru sem kunnugt er fulltrúar einu þjóðarinnar sem gátu ekki keppt í úrslitum Eurovision vegna Covid-19 smits í íslenska hópnum. Eftir heimkomuna frá Hollandi greindist Árný Fjóla svo með Covid-19 svo þau fóru beint úr langri sóttkví í einangrun. Ekki hjálpaði til þegar leki úr þvottavél þeirra varð valdur að uppvakningu gamals og skæðs myglusvepps í húsi þeirra í Berlín. Þau voru nýlega flutt í húsið og höfðu ekki keypt sér heimilistryggingu. Greindi Árný frá því á dögunum að húseigandi og leigumiðlari hefðu dembt á þau 35 þúsund evru skuld, jafnvirði um fimm milljóna króna. Árný, fremst til vinstri, ásamt restinni af Gagnamagninu sem sló í gegn í Eurovision í Hollandi þrátt fyrir að stíga ekki á svið.Baldur Kristjánsson „Vegna stóra „lekamálsins“ hafa komið í ljós umtalsverðar eldri skemmdir á húsinu okkar, sem er auðvitað ekki okkar sök. Nú þarf að rífa upp allt gólfið í eldhúsi, gangi og baðherbergi. Okkur er gert að flytja úr íbúðinni okkar á meðan framkvæmdum stendur,“ segir Árný Fjóla. Framkvæmdir gætu byrjað seinni hluta júlí og staðið hið minnsta út árið. „Við leitum því að nýju íbúðarhúsnæði og leitum því til ykkar þar sem tímin er vissulega naumur (3 vikur!). Ég er komin 30 vikur á leið og við erum með eina 2 ára. Við viljum því sleppa við að flytja oft á einhverjum stuttum tíma og leitum því aðeins að langtímaleigu.“ Þau hafa mestan áhuga að vera í hverfunum Mitte, Prenze eða Schöneberg. Hundrað fermetrar með fjórum herbergjum væri ákjósanlegt og verð helst ekki mikið hærra en 2000 evrur á mánuði, um 300 þúsund krónur.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði Freyr og Árný Fjóla fá fimm milljóna króna reikning í hausinn Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir standa í stórræðum í Berlín en leki úr þvottavél þeirra ætlar að reynast þeim dýr. 29. júní 2021 15:18 Daði Freyr og Árný laus úr einangrun Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga. 8. júní 2021 09:30 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
Daði Freyr og Árný Fjóla fá fimm milljóna króna reikning í hausinn Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir standa í stórræðum í Berlín en leki úr þvottavél þeirra ætlar að reynast þeim dýr. 29. júní 2021 15:18
Daði Freyr og Árný laus úr einangrun Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga. 8. júní 2021 09:30