A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2021 21:24 Noomi Rapace í hlutverki sínu í Dýrinu. Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. Kvikmyndin Dýrið verður frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Dýrið hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppninni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar. Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Bandaríkin Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Dýrið verður frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Dýrið hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppninni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar.
Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Bandaríkin Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira