Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2021 11:34 Guðrún Árný við flygilinn. Hún er alæta á tónlist og spilar það sem fólk vill heyra. Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. Guðrún Árný segir að áskoranirnar hafi sannarlega ekki farið fram hjá henni. Nefndin hafi þó ekki haft samband. „Það er svo mikið hrós að sjá allt þetta tónlistarfólk nefna mig á nafn. Ég er virkilega að njóta þess,“ segir Guðrún Árný. Þungarokkararnir í Dimmu eru meðal þeirra sem hafa skorað á Guðrúnu Árnýju, sömuleiðis Lára Rúnars, Helga Möller, Alma Rut og Hera Björk. Svo örfáir séu nefndir. Ef af yrði þá yrði Brekkusöngurinn sögulegur. Kona myndi stýra Brekkusöngnum og annað hljóðfæri yrði í aðalhlutverki. Ekki gítar heldur píanó. Guðrún Árný er nefnilega fantagóður píanóleikari og söngkona sem hefur með árunum fært sig nær fólkinu. „Ég byrjaði á stóra sviðinu, sem krakki í ósnertanlegri fjarlægð. En ég hef verið að vinna mig hægt og rólega þangað sem ég vil vera, í nærveru við fólk. Í ekta íslensku eftirpartýi, sem er alltaf skemmtilegast. Það tókst á nokkrum árum.“ Spila með vinstri og stýra með hægri Guðrún Árný treður reglulega upp á veitingastöðum á borð við Krydd í Hafnarfirði og Keiluhöllinni. Þess utan stoppar ekki síminn þessa dagana því hún er afar eftirsótt í gleðskap fyrirtækja. Að neðan má sjá smá sýnidæmi frá stemmningunni sem myndast þegar Guðrún Árný spilar og fólkið syngur. „Ég er náttúrulega brjálæðislega góð í þessu,“ segir Guðrún Árný yfirveguð, á léttum nótum en þó full sjálfstrausts. Viðburðir hennar séu einatt vel sóttir enda vilji allir syngja. „Aðalbreytingin er náttúrulega að þarna yrði píanó að stýra söngnum. Mér finnst píanóið nefnilega svo geggjað hljóðfæri. Ég get spilað með vinstri og stýrt hóp með hægri,“ segir Guðrún Árný. Hún hafi á tímum pirrað sig yfir því að kunna ekki á gítar enda töluvert meira vesen að dröslast með píanó hingað og þangað. Sá pirringur er ekki lengur til staðar. Síminn stoppar ekki Hún segir brjálað að gera eftir afléttingu samkomutakmarkana. Fyrirtæki hringi og reyni að bóka hana í gleðskap. Yfirleitt sé hún bókuð á óskatímanum en hún finni lausn á því. Suma daga sé hún með þrjú eins og hálfs tíma gigg. Hún viðurkennir að úlnliðirnir séu aðeins þreyttir, en kveinkar sér ekki. „Ísland er að missa vitið, á geggjaðan hátt,“ segir Guðrún Árný hlæjandi. „Allir eru svo hamingjusamir og ánægðir,“ segir hún og vísar til skemmtiþorstans eftir heimsfaraldurinn. Hún hefur verið í „sing a long“ bransanum í fjögur ár. Hún hefur lítið auglýst sig að eigin sögn. Fólk virðist dreifa fagnaðarerindinu um skemmtilega kvöldstund þar sem hún spilar og fólkið syngur. Með tengingu út í Heimaey Aðspurð hvort hún einbeiti sér að íslensku eða erlendu efni segist hún vera alæta á tónlist. „Ég er með þann hæfileilka að ef ég heyri lag þá get ég yfirletit spilað það. Ég spila óskalög fólks á staðnum, er ekki með neinn ákveðinn lagalista. Ég hef aldrei spilað sama listann tvisvar. Fólkið fær það sem það vill.“ Árni Johnsen, Róbert Marshall og Ingólfur Þórarinsson, síðustu þrír stjórnendur Brekkusöngsins, eru allir ættaðir frá Eyjum. Víst er að margur Eyjamaðurinn vill að heimamaður stýri söngnum. „Fósturfaðir minn, uppeldisfaðir, já bónusfaðir, hann er frá Vestmannaeyjum. Ég söng alltaf Eyjuna mína fyrir ömmu mína, mömmu hans. Það er þeirra lag. Ég vil meina að ég þekki öll þessi góðu eyjalög því ég tók lögin með fólkinu hennar.“ Færi létt með giggið Guðrún Árný segist aðspurð ekki ætla að skorast undan áskorun um að troða upp í Eyjum. „Ég færi létt með þetta gigg,“ segir hún full sjálfstrausts. „Þetta er styttra gigg en ég er að spila venjulega. Ég hef alveg sjálfstraust í það og þakklát yrði ég,“ segir Guðrún Árný sem treður upp í Keiluhöllinni á föstudaginn og hlakkar mikið til enn einnar kvöldstundarinnar með söngelskum Íslendingum. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Guðrún Árný segir að áskoranirnar hafi sannarlega ekki farið fram hjá henni. Nefndin hafi þó ekki haft samband. „Það er svo mikið hrós að sjá allt þetta tónlistarfólk nefna mig á nafn. Ég er virkilega að njóta þess,“ segir Guðrún Árný. Þungarokkararnir í Dimmu eru meðal þeirra sem hafa skorað á Guðrúnu Árnýju, sömuleiðis Lára Rúnars, Helga Möller, Alma Rut og Hera Björk. Svo örfáir séu nefndir. Ef af yrði þá yrði Brekkusöngurinn sögulegur. Kona myndi stýra Brekkusöngnum og annað hljóðfæri yrði í aðalhlutverki. Ekki gítar heldur píanó. Guðrún Árný er nefnilega fantagóður píanóleikari og söngkona sem hefur með árunum fært sig nær fólkinu. „Ég byrjaði á stóra sviðinu, sem krakki í ósnertanlegri fjarlægð. En ég hef verið að vinna mig hægt og rólega þangað sem ég vil vera, í nærveru við fólk. Í ekta íslensku eftirpartýi, sem er alltaf skemmtilegast. Það tókst á nokkrum árum.“ Spila með vinstri og stýra með hægri Guðrún Árný treður reglulega upp á veitingastöðum á borð við Krydd í Hafnarfirði og Keiluhöllinni. Þess utan stoppar ekki síminn þessa dagana því hún er afar eftirsótt í gleðskap fyrirtækja. Að neðan má sjá smá sýnidæmi frá stemmningunni sem myndast þegar Guðrún Árný spilar og fólkið syngur. „Ég er náttúrulega brjálæðislega góð í þessu,“ segir Guðrún Árný yfirveguð, á léttum nótum en þó full sjálfstrausts. Viðburðir hennar séu einatt vel sóttir enda vilji allir syngja. „Aðalbreytingin er náttúrulega að þarna yrði píanó að stýra söngnum. Mér finnst píanóið nefnilega svo geggjað hljóðfæri. Ég get spilað með vinstri og stýrt hóp með hægri,“ segir Guðrún Árný. Hún hafi á tímum pirrað sig yfir því að kunna ekki á gítar enda töluvert meira vesen að dröslast með píanó hingað og þangað. Sá pirringur er ekki lengur til staðar. Síminn stoppar ekki Hún segir brjálað að gera eftir afléttingu samkomutakmarkana. Fyrirtæki hringi og reyni að bóka hana í gleðskap. Yfirleitt sé hún bókuð á óskatímanum en hún finni lausn á því. Suma daga sé hún með þrjú eins og hálfs tíma gigg. Hún viðurkennir að úlnliðirnir séu aðeins þreyttir, en kveinkar sér ekki. „Ísland er að missa vitið, á geggjaðan hátt,“ segir Guðrún Árný hlæjandi. „Allir eru svo hamingjusamir og ánægðir,“ segir hún og vísar til skemmtiþorstans eftir heimsfaraldurinn. Hún hefur verið í „sing a long“ bransanum í fjögur ár. Hún hefur lítið auglýst sig að eigin sögn. Fólk virðist dreifa fagnaðarerindinu um skemmtilega kvöldstund þar sem hún spilar og fólkið syngur. Með tengingu út í Heimaey Aðspurð hvort hún einbeiti sér að íslensku eða erlendu efni segist hún vera alæta á tónlist. „Ég er með þann hæfileilka að ef ég heyri lag þá get ég yfirletit spilað það. Ég spila óskalög fólks á staðnum, er ekki með neinn ákveðinn lagalista. Ég hef aldrei spilað sama listann tvisvar. Fólkið fær það sem það vill.“ Árni Johnsen, Róbert Marshall og Ingólfur Þórarinsson, síðustu þrír stjórnendur Brekkusöngsins, eru allir ættaðir frá Eyjum. Víst er að margur Eyjamaðurinn vill að heimamaður stýri söngnum. „Fósturfaðir minn, uppeldisfaðir, já bónusfaðir, hann er frá Vestmannaeyjum. Ég söng alltaf Eyjuna mína fyrir ömmu mína, mömmu hans. Það er þeirra lag. Ég vil meina að ég þekki öll þessi góðu eyjalög því ég tók lögin með fólkinu hennar.“ Færi létt með giggið Guðrún Árný segist aðspurð ekki ætla að skorast undan áskorun um að troða upp í Eyjum. „Ég færi létt með þetta gigg,“ segir hún full sjálfstrausts. „Þetta er styttra gigg en ég er að spila venjulega. Ég hef alveg sjálfstraust í það og þakklát yrði ég,“ segir Guðrún Árný sem treður upp í Keiluhöllinni á föstudaginn og hlakkar mikið til enn einnar kvöldstundarinnar með söngelskum Íslendingum.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp