Auglýsa eftir aukaleikurum á Hellu fyrir stórt Netflix-verkefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 22:00 Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum frá Hellu til að taka þátt í framleiðslu á Netflix-þáttum. Vísir/Getty Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum fyrir erlent verkefni á vegum Netflix á Facebook-síðu íbúa Hellu. Samkvæmt Facebook-færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 22-55 ára og um sjötugt. „Um er að ræða stórt og mikið verkefni og vafalaust spennandi að taka þátt í slíku. Því miður má ekki greina frá því hvaða þætti um ræðir í bili en lofa að áhugavert er það,“ skrifar íbúi á Hellu í færslunni. Samkvæmt færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með „frekar villimannslegt útlit,“ það er menn með úfið, sítt hár, óklippt og ólitað og ósnyrt skegg af öllum stærðum og gerðum. „Einnig leitum við að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára með hefðbundnar hárgreiðslur, ólitað hár með eða án skeggs,“ stendur í færslunni og þar segir engar tískuklippingar eða litað hár koma til greina. Þá er einnig leitað eftir konum á aldrinum 20-50 ára með náttúrulegt, sítt hár eða heillitað hár í náttúrulegum lit. „Augljós og áberandi tattoo ganga ekki upp. Ákveðnir búningar tilheyra umræddum hlutverkum, sumir eru fyrir mjög netta og aðrir búningar fyrir menn í betri holdum og fleiri þar á milli.“ Hver aukaleikari mun, samkvæmt færslunni, vera einn dag í tökum og fara tökurnar fram dagana 5. og 7. ágúst næstkomandi. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á eskimo@eskimo.is. Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Um er að ræða stórt og mikið verkefni og vafalaust spennandi að taka þátt í slíku. Því miður má ekki greina frá því hvaða þætti um ræðir í bili en lofa að áhugavert er það,“ skrifar íbúi á Hellu í færslunni. Samkvæmt færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með „frekar villimannslegt útlit,“ það er menn með úfið, sítt hár, óklippt og ólitað og ósnyrt skegg af öllum stærðum og gerðum. „Einnig leitum við að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára með hefðbundnar hárgreiðslur, ólitað hár með eða án skeggs,“ stendur í færslunni og þar segir engar tískuklippingar eða litað hár koma til greina. Þá er einnig leitað eftir konum á aldrinum 20-50 ára með náttúrulegt, sítt hár eða heillitað hár í náttúrulegum lit. „Augljós og áberandi tattoo ganga ekki upp. Ákveðnir búningar tilheyra umræddum hlutverkum, sumir eru fyrir mjög netta og aðrir búningar fyrir menn í betri holdum og fleiri þar á milli.“ Hver aukaleikari mun, samkvæmt færslunni, vera einn dag í tökum og fara tökurnar fram dagana 5. og 7. ágúst næstkomandi. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á eskimo@eskimo.is.
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira