Brunaði á móti umferð í annarlegu ástandi með lögregluna á hælunum Snorri Másson skrifar 8. júlí 2021 17:01 Viðbúnaður lögreglu var nokkuð mikill að sögn viðstaddra. Aðsend mynd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti bifreið eftirför á fimmta tímanum í dag frá miðbæ Reykjavíkur, vestur á Granda, aftur inn í miðbæ og að lokum út á Sæbraut, þar sem ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, var handtekinn eftir að dekk sprakk á bifreið hans. Eftirförin hófst í Borgartúni, þar sem ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu. Þaðan var haldið af stað í eftirför sem varði í nokkra stund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða góðkunningja lögreglu, sem var í þokkabót í annarlegu ástandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans batnar. Þar á eftir verður tekin ákvörðun um framhaldið. Engum varð meint af vegna þessarar atburðarásar svo vitað sé en ljóst er að mikil hætta skapaðist þar sem ökumaðurinn fór um. Hann hafði meðal annars ekið yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu. Á myndbandi fréttastofu má sjá svartan Mercedes Benz-jeppa þeytast á öfugum vegarhelmingi austur Geirsgötu í átt að Hörpu og beygja svo áfram til vinstri inn Sæbraut. Skömmu síðar sprakk dekk á bifreið ökumannsins og tókst lögreglu þannig að handtaka hann á miðri Sæbrautinni. Sjónarvottar hafa sagt Vísi frá að minnsta kosti þremur lögreglubílum, einum sem sást á miklum hraða inni í íbúðarhverfi í Vesturbænum. Fjögur lögregluhjól veittu svörtum jeppanum eftirför eftir Ánanaustum og í átt að Örfirisey. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni, af því hvernig lögreglumenn yfirbuguðu loks ökumanninn á Sæbraut. Nenniði að henda fálkaorðunni á þessa huguðu mótorhjólalöggu pronto? Stoppa hjólið og yfirbuga með annari hendi. Væntanlega bróðir Spiderman! pic.twitter.com/pAWONnvqdC— Maggi Peran (@maggiperan) July 8, 2021 Ljóst var að viðbúnaðurinn var mikill en ástæður eftirfararinnar liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óskað eftir tveimur sjúkrabílum fyrir stundu en beiðnin var afturkölluð skömmu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Eftirförin hófst í Borgartúni, þar sem ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu. Þaðan var haldið af stað í eftirför sem varði í nokkra stund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða góðkunningja lögreglu, sem var í þokkabót í annarlegu ástandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans batnar. Þar á eftir verður tekin ákvörðun um framhaldið. Engum varð meint af vegna þessarar atburðarásar svo vitað sé en ljóst er að mikil hætta skapaðist þar sem ökumaðurinn fór um. Hann hafði meðal annars ekið yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu. Á myndbandi fréttastofu má sjá svartan Mercedes Benz-jeppa þeytast á öfugum vegarhelmingi austur Geirsgötu í átt að Hörpu og beygja svo áfram til vinstri inn Sæbraut. Skömmu síðar sprakk dekk á bifreið ökumannsins og tókst lögreglu þannig að handtaka hann á miðri Sæbrautinni. Sjónarvottar hafa sagt Vísi frá að minnsta kosti þremur lögreglubílum, einum sem sást á miklum hraða inni í íbúðarhverfi í Vesturbænum. Fjögur lögregluhjól veittu svörtum jeppanum eftirför eftir Ánanaustum og í átt að Örfirisey. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni, af því hvernig lögreglumenn yfirbuguðu loks ökumanninn á Sæbraut. Nenniði að henda fálkaorðunni á þessa huguðu mótorhjólalöggu pronto? Stoppa hjólið og yfirbuga með annari hendi. Væntanlega bróðir Spiderman! pic.twitter.com/pAWONnvqdC— Maggi Peran (@maggiperan) July 8, 2021 Ljóst var að viðbúnaðurinn var mikill en ástæður eftirfararinnar liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óskað eftir tveimur sjúkrabílum fyrir stundu en beiðnin var afturkölluð skömmu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira