Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 10:21 Af tæplega tuttugu maurategundum sem hafa fundist á íslandi eru fjórar taldar hafa náð fótfestu. Getty Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr. Dýr Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr.
Dýr Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum