Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 21:45 Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins. Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar. Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar.
Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira