Ramsay ekki viss um að íslenskur hákarl sé ætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 16:31 Hér má sjá Ramsay gera tilraun til að gleypa hákarlinn á meðan Finnbogi Bernódusson hlær að honum. Skjáskot Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er ekki par hrifinn af íslenskum hákarli og gerir hann það dagljóst í þáttunum Uncharted, sem sýndir eru á National Geographic. Í þættinum má sjá Ramsay prófa hákarl hjá Finnboga Bernódussyni, vélsmiði í Bolungarvík. Ramsay gerir tilraun til að borða hákarlinn en á í einhverjum erfiðleikum við það eins og sjá má í klippunni. Eftir að hafa manað sig upp í að borða hann skellir hann hákarlsbitanum upp í sig og hendir aftur brennivínsskoti áður en hann spýtir hvoru tveggja út úr sér. „Ég er hérna á norðvestur Íslandi að prófa bitran bita af hákarli. Ég er ekki viss um að það eigi að borða þetta,“ segir Ramsay í klippunni. Tökur á þættinum fóru fram á Vestfjörðum í fyrrasumar. Finnbogi sagði í viðtali við fréttastofu síðasta sumar að hann hafi kallað Ramsay aumingja. Hákarlinn sem Ramsay hafi fengið að smakka hafi verið fyrir fimm ára og að hann hafi ekki viljað gefa Ramsay sterkari hákarl. „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ sagði Finnbogi í samtali við fréttastofu í fyrrasumar. Í klippunni sem birtist á vef People spyr Ramsay Finnboga að því hvort hákarlinn sé nokkuð hollur. „Alveg tvímælalaust. Öll liðamót verða góð og svo er betra að kúka líka,“ svarar Finnbogi kokkinum fræga sem fussar og segist ekki ætla að nota hákarlinn við eldamennsku. „Nei, enda þarf ekkert að elda hann,“ segir Finnbogi. Bolungarvík Íslandsvinir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ramsay gerir tilraun til að borða hákarlinn en á í einhverjum erfiðleikum við það eins og sjá má í klippunni. Eftir að hafa manað sig upp í að borða hann skellir hann hákarlsbitanum upp í sig og hendir aftur brennivínsskoti áður en hann spýtir hvoru tveggja út úr sér. „Ég er hérna á norðvestur Íslandi að prófa bitran bita af hákarli. Ég er ekki viss um að það eigi að borða þetta,“ segir Ramsay í klippunni. Tökur á þættinum fóru fram á Vestfjörðum í fyrrasumar. Finnbogi sagði í viðtali við fréttastofu síðasta sumar að hann hafi kallað Ramsay aumingja. Hákarlinn sem Ramsay hafi fengið að smakka hafi verið fyrir fimm ára og að hann hafi ekki viljað gefa Ramsay sterkari hákarl. „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ sagði Finnbogi í samtali við fréttastofu í fyrrasumar. Í klippunni sem birtist á vef People spyr Ramsay Finnboga að því hvort hákarlinn sé nokkuð hollur. „Alveg tvímælalaust. Öll liðamót verða góð og svo er betra að kúka líka,“ svarar Finnbogi kokkinum fræga sem fussar og segist ekki ætla að nota hákarlinn við eldamennsku. „Nei, enda þarf ekkert að elda hann,“ segir Finnbogi.
Bolungarvík Íslandsvinir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein