Gallamálum snarfjölgar: Glænýtt hús með ónýtt þak og skólplagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:00 Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti segir gallamálum hafa fjölgað gríðarlega einnig í nýju húsnæði. Vísir Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir slík mál of algeng. Gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum. Ráðast þarf í miklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem byggt var fyrir fjórum árum vegna galla í hönnun og byggingu hússins. „Það lítur allt vel út hér á yfirborðinu en þegar kaupendur fóru að verða varir við raka og fleira voru sérfræðingar kallaðir til og í ljós komu verulegir gallar á húsnæðinu. Það þarf að skipta hér um megnið af þakinu þar sem rakavandi hefur komið upp vegna frágangs og hönnunar og brjóta upp stóran hluta af gólfi og flísum til að endurgera fráveitulagnir vegna galla,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti. Ástand fráveitulagna í nýju húsi. Vísir Gunnar segir að mygla hafi fundist í þaki hússins vegna raka sem hafi haft áhrif á íbúa. „Hluti íbúa hefur átt við heilsubrest að stríða vegna þessa. Því þurfa að fara fram alþrif á heimilum í húsinu þegar búið er að lagfæra gallana,“ segir Gunnar. Hann segir að kostnaður við viðgerðir séu um 20-30 milljónir króna. Það sé byggingaraðila að greiða þær. Raki og mygla fannst í þakinu vegna frágangs og hönnunar.Vísir „Það eru hönnuður og byggingarstjóri sem þurfa að bera ábyrgð á þessum greiðslum en þeir eru tryggðir fyrir slíku,“ segir Gunnar. Ljótustu málin Hann segir að ljótustu málin séu þegar fólk fær bætur vegna galla frá byggingaraðilum en lagfærir þá ekki og lætur svo ekki vita af þeim þegar það selur húsið á ný. „Það koma reglulega upp mál þar sem fyrsti kaupandi hefur fengið bætur vegna galla frá byggingaraðilum en ekki gert við þá. Þegar fyrstu kaupendur selja svo húsið með gallanum upplýsa þeir svo ekki um þá. Nýir kaupendur geta ekki gert kröfu á byggingaraðilann því þeir hafa þegar greitt bætur til fyrsta kaupanda sem neitar gjarnan að greiða eða hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Kaupendur tvö þurfa því oft alfarið að bera tjónið,“ segir Gunnar. Gríðarleg aukning á gallamálum Gunnar segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirspurn eftir fasteignum hafi aukist gríðarlega og samfara því geti seljendur leyft sér meira. „Það hefur verið gríðarleg aukning í þessum málum. Almenningur er líka meðvitaðri um rétt sinn en áður. Ef það koma tvo kauptilboð í eign og annað er með fyrirvara um ástandsskoðun þá tekur seljandinn yfirleitt hinu tilboðinu og vill ekki skoðunina en að sama skapi dettur það mál oft inn til okkar eftir afhendingu eignarinnar,“ segir Gunnar. Aðspurður um hvað ástandsskoðun kosti segir Gunnar: „Það kostar um 100 þúsund krónur að fá ástandsskoðun og hún tefur kannski kaupferlið um fimm daga. Það getur hins vegar margfalt borgað sig að leggja í slíkt bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er engin stofnun sem heldur opinberlega utan um fjölda gallamála í íbúðarhúsnæði hér á landi. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ráðast þarf í miklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem byggt var fyrir fjórum árum vegna galla í hönnun og byggingu hússins. „Það lítur allt vel út hér á yfirborðinu en þegar kaupendur fóru að verða varir við raka og fleira voru sérfræðingar kallaðir til og í ljós komu verulegir gallar á húsnæðinu. Það þarf að skipta hér um megnið af þakinu þar sem rakavandi hefur komið upp vegna frágangs og hönnunar og brjóta upp stóran hluta af gólfi og flísum til að endurgera fráveitulagnir vegna galla,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti. Ástand fráveitulagna í nýju húsi. Vísir Gunnar segir að mygla hafi fundist í þaki hússins vegna raka sem hafi haft áhrif á íbúa. „Hluti íbúa hefur átt við heilsubrest að stríða vegna þessa. Því þurfa að fara fram alþrif á heimilum í húsinu þegar búið er að lagfæra gallana,“ segir Gunnar. Hann segir að kostnaður við viðgerðir séu um 20-30 milljónir króna. Það sé byggingaraðila að greiða þær. Raki og mygla fannst í þakinu vegna frágangs og hönnunar.Vísir „Það eru hönnuður og byggingarstjóri sem þurfa að bera ábyrgð á þessum greiðslum en þeir eru tryggðir fyrir slíku,“ segir Gunnar. Ljótustu málin Hann segir að ljótustu málin séu þegar fólk fær bætur vegna galla frá byggingaraðilum en lagfærir þá ekki og lætur svo ekki vita af þeim þegar það selur húsið á ný. „Það koma reglulega upp mál þar sem fyrsti kaupandi hefur fengið bætur vegna galla frá byggingaraðilum en ekki gert við þá. Þegar fyrstu kaupendur selja svo húsið með gallanum upplýsa þeir svo ekki um þá. Nýir kaupendur geta ekki gert kröfu á byggingaraðilann því þeir hafa þegar greitt bætur til fyrsta kaupanda sem neitar gjarnan að greiða eða hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Kaupendur tvö þurfa því oft alfarið að bera tjónið,“ segir Gunnar. Gríðarleg aukning á gallamálum Gunnar segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirspurn eftir fasteignum hafi aukist gríðarlega og samfara því geti seljendur leyft sér meira. „Það hefur verið gríðarleg aukning í þessum málum. Almenningur er líka meðvitaðri um rétt sinn en áður. Ef það koma tvo kauptilboð í eign og annað er með fyrirvara um ástandsskoðun þá tekur seljandinn yfirleitt hinu tilboðinu og vill ekki skoðunina en að sama skapi dettur það mál oft inn til okkar eftir afhendingu eignarinnar,“ segir Gunnar. Aðspurður um hvað ástandsskoðun kosti segir Gunnar: „Það kostar um 100 þúsund krónur að fá ástandsskoðun og hún tefur kannski kaupferlið um fimm daga. Það getur hins vegar margfalt borgað sig að leggja í slíkt bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er engin stofnun sem heldur opinberlega utan um fjölda gallamála í íbúðarhúsnæði hér á landi.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39