Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:47 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira