Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2021 14:43 Jón Þór Ágústsson, einn eigenda kynlífstækjaverslunarinnar Lovísu, segir að hakkarinn hafi hótað að loka aðgangi verslunarinnar á Instagram deili þeir ekki upplýsingum um kaup viðskiptavina sinna. Vísir/Aðsend Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. Jón Þór Ágústsson, einn eigenda Lovísu, segist ekki vita betur en að fyrirtækið sé það fyrsta sem kingsanchezx beini sjónum sínum að. Hótanirnar hafi farið að berast í dag og hófst samtal kingsanchezx við Instagram-aðgang Lovísu svo: „Gefið mér ástæðu til að loka ekki reikningi ykkar.“ „Hann segir síðan að ef ég blokka hann eða svari ekki þá ráðist hann á aðganginn,“ segir Jón Þór. „Í þessum bissnes, eins og í öllu sem ég kem til með að taka mér fyrir hendur, er 100 prósent trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Hann má alveg ráðast á þetta eins og hann vill en hann fær ekki það sem hann er að biðja um,“ segir Jón Þór. „Hann má slátra þessum aðgangi“ Krafa kingsanchezx er sú að Lovísa láti af hendi upplýsingar um viðskiptavini sína: „Ég þarf svolitið frá ykkur,“ sendir kingsanchezx á Lovísu. „Ókei og hvað væri það?“ spyr verslunin á móti. „Einhver pantaði eitthvað frá ykkur, ef þið sendið mér samtalið ykkar á milli, mun ég láta ykkur og aðganginn ykkar í friði,“ skrifar kingsanchezx þá. Jón Þór segir ekki koma til greina að hann láti upplýsingar um kaup viðskiptavina sinna af hendi. „Með svona verslun er þetta aðeins viðkvæmara en ef þú ert að kaupa þér varahluti í bílinn þinn og trúnaður við viðskiptavini er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega. Og ég held að hann geri sér alveg grein fyrir því, þannig að hann ræðst á veika hlekki,“ segir Jón Þór. „Ég veit svo ekki hvað hann hefði gert við þær upplýsingar hefði hann náð að hræða mann í það.“ Hann segir að sama hvað hakkarinn biðji um muni hann ekki mæta neinum hótunum. Ef svo fari lokist reikningurinn bara. Svona hófust skilaboðin frá kingsanchezx.Aðsend „Mér er alls ekki sama en ef ég ber það saman við það að viðhalda trúnaði við mína viðskiptavini þá má hann bara slátra þessum aðgangi,“ segir Jón Þór. Mánaðargamall Instagram-aðgangur Hann segir þó leiðinlegt að verða skotspónn hakkarans, þar sem þeir séu nýbyrjaðir í bransanum og ekki búnir að hasla sér almennilega völl. „Þetta er bara eins mánaða gamall aðgangur og það er verið að fara að fella hann. En hann verður þá bara að gera það og við bara að reisa aðganginn upp aftur,“ segir Jón Þór. Hann segir næstu skref vera að tilkynna málið til Facebook, eiganda Instagram, og segist tilbúinn að leggja hönd á plóg með hópi áhrifavaldanna sem orðið hafa fyrir árásum. Er Jón Jónsson næstur á dagskrá?skjáskot „Þeir hljóta að vera vakandi yfir þessum aðila. Hann er búinn að ráðast á aðganga stærstu samfélagsmiðlastjarna landsins,“ segir Jón Þór. „Við erum alveg til í að leggja okkar af mörkum við að reyna að tjónka við hann.“ Jón Jónsson næstur? Svo virðist sem söngvarinn Jón Jónsson sé næstur á dagskrá hjá hakkaranum. Kingsanchezx setti mynd af Instagram-reikningi Jóns í hringrás sína fyrir um klukkutíma síðan, merkir Jón á myndina og skrifar Hæ! Hakkarinn hefur beitt Instagram-aðgangi sínum til að ljóstra upp um hvaða aðgöngum hafi verið lokað og hverjri séu næstir á dagskrá. Í hringrás hans má enn sjá myndband af því þegar hann lokaði Instagram-reikningi Birgittu Lífar Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club og World Class erfingja, sem hann gerði síðdegis í gær. Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring. 13. júlí 2021 10:56 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira
Jón Þór Ágústsson, einn eigenda Lovísu, segist ekki vita betur en að fyrirtækið sé það fyrsta sem kingsanchezx beini sjónum sínum að. Hótanirnar hafi farið að berast í dag og hófst samtal kingsanchezx við Instagram-aðgang Lovísu svo: „Gefið mér ástæðu til að loka ekki reikningi ykkar.“ „Hann segir síðan að ef ég blokka hann eða svari ekki þá ráðist hann á aðganginn,“ segir Jón Þór. „Í þessum bissnes, eins og í öllu sem ég kem til með að taka mér fyrir hendur, er 100 prósent trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Hann má alveg ráðast á þetta eins og hann vill en hann fær ekki það sem hann er að biðja um,“ segir Jón Þór. „Hann má slátra þessum aðgangi“ Krafa kingsanchezx er sú að Lovísa láti af hendi upplýsingar um viðskiptavini sína: „Ég þarf svolitið frá ykkur,“ sendir kingsanchezx á Lovísu. „Ókei og hvað væri það?“ spyr verslunin á móti. „Einhver pantaði eitthvað frá ykkur, ef þið sendið mér samtalið ykkar á milli, mun ég láta ykkur og aðganginn ykkar í friði,“ skrifar kingsanchezx þá. Jón Þór segir ekki koma til greina að hann láti upplýsingar um kaup viðskiptavina sinna af hendi. „Með svona verslun er þetta aðeins viðkvæmara en ef þú ert að kaupa þér varahluti í bílinn þinn og trúnaður við viðskiptavini er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega. Og ég held að hann geri sér alveg grein fyrir því, þannig að hann ræðst á veika hlekki,“ segir Jón Þór. „Ég veit svo ekki hvað hann hefði gert við þær upplýsingar hefði hann náð að hræða mann í það.“ Hann segir að sama hvað hakkarinn biðji um muni hann ekki mæta neinum hótunum. Ef svo fari lokist reikningurinn bara. Svona hófust skilaboðin frá kingsanchezx.Aðsend „Mér er alls ekki sama en ef ég ber það saman við það að viðhalda trúnaði við mína viðskiptavini þá má hann bara slátra þessum aðgangi,“ segir Jón Þór. Mánaðargamall Instagram-aðgangur Hann segir þó leiðinlegt að verða skotspónn hakkarans, þar sem þeir séu nýbyrjaðir í bransanum og ekki búnir að hasla sér almennilega völl. „Þetta er bara eins mánaða gamall aðgangur og það er verið að fara að fella hann. En hann verður þá bara að gera það og við bara að reisa aðganginn upp aftur,“ segir Jón Þór. Hann segir næstu skref vera að tilkynna málið til Facebook, eiganda Instagram, og segist tilbúinn að leggja hönd á plóg með hópi áhrifavaldanna sem orðið hafa fyrir árásum. Er Jón Jónsson næstur á dagskrá?skjáskot „Þeir hljóta að vera vakandi yfir þessum aðila. Hann er búinn að ráðast á aðganga stærstu samfélagsmiðlastjarna landsins,“ segir Jón Þór. „Við erum alveg til í að leggja okkar af mörkum við að reyna að tjónka við hann.“ Jón Jónsson næstur? Svo virðist sem söngvarinn Jón Jónsson sé næstur á dagskrá hjá hakkaranum. Kingsanchezx setti mynd af Instagram-reikningi Jóns í hringrás sína fyrir um klukkutíma síðan, merkir Jón á myndina og skrifar Hæ! Hakkarinn hefur beitt Instagram-aðgangi sínum til að ljóstra upp um hvaða aðgöngum hafi verið lokað og hverjri séu næstir á dagskrá. Í hringrás hans má enn sjá myndband af því þegar hann lokaði Instagram-reikningi Birgittu Lífar Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club og World Class erfingja, sem hann gerði síðdegis í gær.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring. 13. júlí 2021 10:56 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Sjá meira
Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring. 13. júlí 2021 10:56
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37