Segja kaldhæðnislegt að ritstjórinn birti ekki nöfnin á listanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 06:40 Tryggvi er ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar að abóka Ingólf. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn, Öfgar og fjöldi kvenna úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu skorar á Tryggva Má Sæmundsson, ritstjóra vefmiðilsins Eyjar.net, til þess að birta 1.660 manna undirskriftalista sem hann skilaði til Þjóðhátíðarnefndar í síðustu viku. Listanum var ætlað að fá nefndina til að endurskoða ákvörðun sína um að afbóka Ingólf Þórarinsson á Þjóðhátíð, eftir að ásakanir um kynferðisbrot á hendur tónlistarmanninum komust í hámæli. Í tilkynningu sem hóparnir hafa sent frá sér segir að mörg hafi óskað eftir að fá að sjá listann, en án árangurs. Hægt var að skrifa undir listann á netinu, þó auðveldlega hafi verið hægt að skrifa undir með öðru nafni en sínu eigin. Tryggvi segist hins vegar hafa sannreynt listann með því að hringja í á milli 20 til 30 manns sem skráð voru á listann, og biðja það að staðfesta að það hefði sannarlega skrifað undir. Niðurstaðan hafi verið sú að 1.660 undirskriftir teldust gildar. Í yfirlýsingu sinni telja Bleiki fíllinn, Öfgar og Aktívismi gegn nauðgunarmenningu kaldhæðnislegt að ekki sé hægt að fá aðgang að nöfnum þeirra sem voru á listanum sem Tryggvi skilaði inn. Það þykir þeim í ljósi orðræðu Tryggva sjálfs um mál Ingólfs, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi í fjölda nafnlausra sagna sem hópurinn Öfgar birti á TikTok síðu sinni, fyrr í þessum mánuði. Tryggvi ræddi málið við Bítið á Bylgjunni síðasta föstudag, þar sem hann sagði mikilvægt að ásakanir á borð við þær sem Ingólfur stendur nú frammi fyrir, séu settar fram undir nafni. „Sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir,” sagði hann þar, en þetta orðalag er sérstaklega tekið til í tilkynningu hópanna sem nú kalla eftir því að sjá nöfnin á undirskriftalistanum. „Einnig höfum við upplýsingar um að nafn þolanda hafi verið á listanum sem skilað var inn, án hennar vitundar og samþykkis. Því skorum við á þig að birta þessi 1660 nöfn sem skora á þjóðhátíðarnefnd að draga ákvörðun sína tilbaka og fara þannig þvert á eigin yfirlýsingu gegn ofbeldi. Sjá nánar á dalurinn.is, en þar kemur skýrt fram að þolendur ofbeldis munu alltaf hafa fullan stuðning þeirra sem standa að Þjóðhátíð og hagsmunir þeirra ávallt vera í fyrirrúmi,“ segir í lok tilkynningarinnar frá hópunum þremur. Mál Ingólfs Þórarinssonar Þjóðhátíð í Eyjum MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Listanum var ætlað að fá nefndina til að endurskoða ákvörðun sína um að afbóka Ingólf Þórarinsson á Þjóðhátíð, eftir að ásakanir um kynferðisbrot á hendur tónlistarmanninum komust í hámæli. Í tilkynningu sem hóparnir hafa sent frá sér segir að mörg hafi óskað eftir að fá að sjá listann, en án árangurs. Hægt var að skrifa undir listann á netinu, þó auðveldlega hafi verið hægt að skrifa undir með öðru nafni en sínu eigin. Tryggvi segist hins vegar hafa sannreynt listann með því að hringja í á milli 20 til 30 manns sem skráð voru á listann, og biðja það að staðfesta að það hefði sannarlega skrifað undir. Niðurstaðan hafi verið sú að 1.660 undirskriftir teldust gildar. Í yfirlýsingu sinni telja Bleiki fíllinn, Öfgar og Aktívismi gegn nauðgunarmenningu kaldhæðnislegt að ekki sé hægt að fá aðgang að nöfnum þeirra sem voru á listanum sem Tryggvi skilaði inn. Það þykir þeim í ljósi orðræðu Tryggva sjálfs um mál Ingólfs, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi í fjölda nafnlausra sagna sem hópurinn Öfgar birti á TikTok síðu sinni, fyrr í þessum mánuði. Tryggvi ræddi málið við Bítið á Bylgjunni síðasta föstudag, þar sem hann sagði mikilvægt að ásakanir á borð við þær sem Ingólfur stendur nú frammi fyrir, séu settar fram undir nafni. „Sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir,” sagði hann þar, en þetta orðalag er sérstaklega tekið til í tilkynningu hópanna sem nú kalla eftir því að sjá nöfnin á undirskriftalistanum. „Einnig höfum við upplýsingar um að nafn þolanda hafi verið á listanum sem skilað var inn, án hennar vitundar og samþykkis. Því skorum við á þig að birta þessi 1660 nöfn sem skora á þjóðhátíðarnefnd að draga ákvörðun sína tilbaka og fara þannig þvert á eigin yfirlýsingu gegn ofbeldi. Sjá nánar á dalurinn.is, en þar kemur skýrt fram að þolendur ofbeldis munu alltaf hafa fullan stuðning þeirra sem standa að Þjóðhátíð og hagsmunir þeirra ávallt vera í fyrirrúmi,“ segir í lok tilkynningarinnar frá hópunum þremur.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Þjóðhátíð í Eyjum MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38
Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02