Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Snorri Másson skrifar 14. júlí 2021 11:46 Kristlín Dís Ingilínardóttir er á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla. Facebook Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira