Sér hvað listamenn sem hún vinnur með eru ástríðufullir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 14:30 Esther Þorvaldsdóttir hefur starfað á flestum sviðum tónlistarbransans. Hún rekur fyrirtæki sem sinnir allskonar verkefnum innan menningargeirans eins og t.d PR- & kynningarmál, almenna ráðgjöf, styrkjaumsóknir og tónleikahald svo eitthvað sé nefnt. Aðsend Esther Þorvaldsdóttir hefur í gegn um tíðina starfað á flestum sviðum tónlistarbransans en ferill hennar hófst sem aðstoðarmaður hjá menningarstjórnunarfyrirtækinu Aura. Á þeim áratugi sem liðinn er hefur hún keypt fyrirtækið og fært út kvíarnar. „Um leið og ég kaupi þetta fyrirtæki fæ ég símhringingu og mér er boðið starf hjá Senu. Á þessum tíma er Sena með tónlistarútgáfu, viðburði og margt fleira,“ segir Esther en hún hóf störf hjá Senu árið 2016. Esther er fyrrverandi kynningarstjóri Senu og Sena Live. Hún rekur einnig eigið fyrirtæki sem sinnir allskonar verkefnum innan menningargeirans eins og til dæmis PR- og kynningarmál, almenna ráðgjöf, styrkjaumsóknir og tónleikahald svo eitthvað sé nefnt. „En þarna er ég á sama tíma að vinna hjá South by SouthWest og er bara í viðburðahaldinu og ekki í kynningarmálunum,“ segir Esther. South by SouthWest er tónleikahátíð sem fram fer árlega í Austin, höfuðborg Texas, í Bandaríkjunum. Esther hefur komið að tónleikahaldi og markaðssetningu fyrir ýmsa heimsþekkta listamenn, þar á meðal Justin Bieber og Red Hot Chili Peppers. Hún segir frá því í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði hvað það sé áhugavert að sjá hvað listamenn eru misástríðufullir. „Maður finnur það oft með listamenn sem maður er að vinna með hverjir eru ástríðufullir og „hands on“ listamenn. Red Hot Chili Peppers eru það og það var mjög góður andi,“ segir Esther en hún sá um markaðssetningu tónleika þeirra hér á landi á samfélagsmiðlum sveitarinnar. „Listamenn geta spáð mikið í öllu sem við kemur því þú getur ekki bara verið að semja tónlist. Ef þú ætlar að lifa á því geturðu ekki bara samið og spilað tónlist. Þú verður að huga að markaðsmálum og kynningarmálum og bissnessinum í kring um þetta. Það eru þeir listamenn sem hugsa hvað mest um þetta sem heildarmynd sem gengur hvað best.“ Þáttinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Bransakjaftæði Tengdar fréttir „Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31 Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32 Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. 23. júní 2021 14:30 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Um leið og ég kaupi þetta fyrirtæki fæ ég símhringingu og mér er boðið starf hjá Senu. Á þessum tíma er Sena með tónlistarútgáfu, viðburði og margt fleira,“ segir Esther en hún hóf störf hjá Senu árið 2016. Esther er fyrrverandi kynningarstjóri Senu og Sena Live. Hún rekur einnig eigið fyrirtæki sem sinnir allskonar verkefnum innan menningargeirans eins og til dæmis PR- og kynningarmál, almenna ráðgjöf, styrkjaumsóknir og tónleikahald svo eitthvað sé nefnt. „En þarna er ég á sama tíma að vinna hjá South by SouthWest og er bara í viðburðahaldinu og ekki í kynningarmálunum,“ segir Esther. South by SouthWest er tónleikahátíð sem fram fer árlega í Austin, höfuðborg Texas, í Bandaríkjunum. Esther hefur komið að tónleikahaldi og markaðssetningu fyrir ýmsa heimsþekkta listamenn, þar á meðal Justin Bieber og Red Hot Chili Peppers. Hún segir frá því í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði hvað það sé áhugavert að sjá hvað listamenn eru misástríðufullir. „Maður finnur það oft með listamenn sem maður er að vinna með hverjir eru ástríðufullir og „hands on“ listamenn. Red Hot Chili Peppers eru það og það var mjög góður andi,“ segir Esther en hún sá um markaðssetningu tónleika þeirra hér á landi á samfélagsmiðlum sveitarinnar. „Listamenn geta spáð mikið í öllu sem við kemur því þú getur ekki bara verið að semja tónlist. Ef þú ætlar að lifa á því geturðu ekki bara samið og spilað tónlist. Þú verður að huga að markaðsmálum og kynningarmálum og bissnessinum í kring um þetta. Það eru þeir listamenn sem hugsa hvað mest um þetta sem heildarmynd sem gengur hvað best.“ Þáttinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði Tengdar fréttir „Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31 Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32 Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. 23. júní 2021 14:30 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31
Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32
Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. 23. júní 2021 14:30