Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann mótið árið 2010 og er efstur af þeim sem lokið hafa fyrsta hring, á sex höggum undir pari.
Oosthuizen fékk engan skolla á hringnum. Hann paraði fyrstu sjö holurnar en nældi svo í sex fugla á þeim ellefu holum sem hann átti eftir.
Bogey free Louis doing Louis things at #TheOpen pic.twitter.com/dIAPG8PjlO
— The Open (@TheOpen) July 15, 2021
Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth, sem vann mótið árið 2017, og Brian Harman koma næstir á -5 höggum. Spieth fékk meðal annars fjóra fugla í röð á holum 5-8.

Brandt Snedeker fór á korteri úr 70. sæti upp í 15. sæti þegar hann náði næstum því holu í höggi á 16. braut, og nældi svo í örn á þeirri sautjándu.
After almost acing the 16th, Brandt Snedeker does this at 17
— The Open (@TheOpen) July 15, 2021
Keep up with all the action https://t.co/xYY44zj43t
#TheOpen pic.twitter.com/vIYrrGgzFy
Írinn Shane Lowry hefur átt titil að verja í tvö ár en hann lék á höggi yfir pari og er því sjö höggum á eftir Oosthuizen.
Fyrsta keppnisdegi er hins vegar hvergi nærri lokið og var Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda að hefja leik, og fékk fugl á fyrstu holu.
Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.