Bregðast þurfi við brottkasti en einnig ræða aðferðir Fiskistofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2021 19:31 Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Egill Aðalsteinsson Formaður Landssambands smábátaeigenda segir að brottkast sé stærra vandamál í sjávarútvegi en margir hafi hingað til haldið fram. Hann segir að eftirlitsaðferðir Fiskistofu verði að vera til umræðu þegar leitað er að lausnum við vandanum. Um helgina greindi fréttastofa frá því að Fiskistofa hefði svipt bát veiðileyfi í tvær vikur vegna stórfellds brottkasts. Það er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur veiðileyfi vegna brottkasts eftir að stofnunin hóf eftirlit með drónum í janúar. Síðan þá hefur brottkastmálum fjölgað mikið. Fiskistofa hefur óskað eftir samráði við sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um úrbætur. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda segir það liggja í hlutarins eðli að grípa þurfi til aðgerða. „Það er búið að setja kíki fyrir blinda augað í þessum málum í langan tíma. Brottkast er náttúrulega alþjóðlegt vandamál í fiskveiðum og einhvern veginn höfum við í gegnum síðustu árin verið að telja okkur trú um það á Íslandi að þetta sé ekkert vandamál hér,“ segir Arthur. Gagnrýnir eftirlitsaðferðir Fiskistofu Arthur segist hins vegar kominn á þá skoðun að það sé ansi langt frá sannleikanum og telur augljóst að aukið eftirlit Fiskistofu hafi varpað frekara ljósi á umfang brottkasts íslenskra skipa. Hann hefur þó verið gagnrýninn á eftirlitsaðferðir stofnunarinnar. „Samkvæmt mínum lesskilningi þá er þessi aðferðafræði sem Fiskistofa hefur notað hingað til miklu líkari því að verið sé að njósna um menn, en að stunda rafrænt eftirlit. Þetta er eitt af því sem þarf að taka á.“ Hann segir ýmsar ástæður geta legið að baki því að brottkast er jafn mikið og raun ber vitni. „Ég er þeirrar skoðunar að fiskveiðikerfi þar sem mönnum er úthlutað í kílóum beri með sér mjög sterkan hvata til þess, sérstaklega þegar veiðiheimildir eru takmarkaðar, að menn fari að sortera það sem komið er með í land,“ segir Arthur. Sjávarútvegur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Um helgina greindi fréttastofa frá því að Fiskistofa hefði svipt bát veiðileyfi í tvær vikur vegna stórfellds brottkasts. Það er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur veiðileyfi vegna brottkasts eftir að stofnunin hóf eftirlit með drónum í janúar. Síðan þá hefur brottkastmálum fjölgað mikið. Fiskistofa hefur óskað eftir samráði við sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um úrbætur. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda segir það liggja í hlutarins eðli að grípa þurfi til aðgerða. „Það er búið að setja kíki fyrir blinda augað í þessum málum í langan tíma. Brottkast er náttúrulega alþjóðlegt vandamál í fiskveiðum og einhvern veginn höfum við í gegnum síðustu árin verið að telja okkur trú um það á Íslandi að þetta sé ekkert vandamál hér,“ segir Arthur. Gagnrýnir eftirlitsaðferðir Fiskistofu Arthur segist hins vegar kominn á þá skoðun að það sé ansi langt frá sannleikanum og telur augljóst að aukið eftirlit Fiskistofu hafi varpað frekara ljósi á umfang brottkasts íslenskra skipa. Hann hefur þó verið gagnrýninn á eftirlitsaðferðir stofnunarinnar. „Samkvæmt mínum lesskilningi þá er þessi aðferðafræði sem Fiskistofa hefur notað hingað til miklu líkari því að verið sé að njósna um menn, en að stunda rafrænt eftirlit. Þetta er eitt af því sem þarf að taka á.“ Hann segir ýmsar ástæður geta legið að baki því að brottkast er jafn mikið og raun ber vitni. „Ég er þeirrar skoðunar að fiskveiðikerfi þar sem mönnum er úthlutað í kílóum beri með sér mjög sterkan hvata til þess, sérstaklega þegar veiðiheimildir eru takmarkaðar, að menn fari að sortera það sem komið er með í land,“ segir Arthur.
Sjávarútvegur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira