Gagnaverið: Samfélagsmiðlar, áróður og falsfréttir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júlí 2021 13:49 María Rut Kristinsdóttir er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Gagnaverið. Í þættinum ræðir hún um pólitíska hlið samfélagsmiðla. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er haldið áfram að fjalla um samfélagsmiðla. Um er að ræða þriðja og næst síðasta þáttinn um þetta málefni og var farið yfir pólitísku hlið samfélagsmiðlanna. Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31
„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”