Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Snorri Másson skrifar 21. júlí 2021 15:29 Finni á Prikinu vill ekki þurfa að loka öllum stöðunum sínum aftur. Facebook Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. „Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið og setja peninga og finna leið til þess að lifa með þessu og taka slaginn,“ skrifar Guðfinnur á Facebook. Til hans er jafnan vísað sem Finna á Prikinu, en hann hefur lengi átt og rekið þann stað. Sömuleiðis er Finni meðal annars ábyrgur fyrir Húrra, Bravó og Hótel Borg. Sóttvarnalæknir hefur gefið það upp í fjölmiðlum í dag að hann íhugi að leggja til sóttvarnatakmarkanir innanlands í ljósi verulegs fjölda smita undanfarna daga, þrátt fyrir bólusetningar. Finni leggur til að farin verði önnur leið, enda sé ljóst að hin muni hafa verri afleiðingar. „Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna og fullt af fyrirtækjum fara á hausinn ef það að loka öllu verður eina lausnin okkar í þessu. Ég býð mig allavega fram að borga slatta meira í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá frekar að að mitt fólk heldur vinnunni,“ skrifar Finni, sem er með tugi starfsmanna á launaskrá. 56 greindust með veiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 38 utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit að minnsta kosti tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið og setja peninga og finna leið til þess að lifa með þessu og taka slaginn,“ skrifar Guðfinnur á Facebook. Til hans er jafnan vísað sem Finna á Prikinu, en hann hefur lengi átt og rekið þann stað. Sömuleiðis er Finni meðal annars ábyrgur fyrir Húrra, Bravó og Hótel Borg. Sóttvarnalæknir hefur gefið það upp í fjölmiðlum í dag að hann íhugi að leggja til sóttvarnatakmarkanir innanlands í ljósi verulegs fjölda smita undanfarna daga, þrátt fyrir bólusetningar. Finni leggur til að farin verði önnur leið, enda sé ljóst að hin muni hafa verri afleiðingar. „Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna og fullt af fyrirtækjum fara á hausinn ef það að loka öllu verður eina lausnin okkar í þessu. Ég býð mig allavega fram að borga slatta meira í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá frekar að að mitt fólk heldur vinnunni,“ skrifar Finni, sem er með tugi starfsmanna á launaskrá. 56 greindust með veiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 38 utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit að minnsta kosti tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira