Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Snorri Másson skrifar 21. júlí 2021 15:29 Finni á Prikinu vill ekki þurfa að loka öllum stöðunum sínum aftur. Facebook Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. „Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið og setja peninga og finna leið til þess að lifa með þessu og taka slaginn,“ skrifar Guðfinnur á Facebook. Til hans er jafnan vísað sem Finna á Prikinu, en hann hefur lengi átt og rekið þann stað. Sömuleiðis er Finni meðal annars ábyrgur fyrir Húrra, Bravó og Hótel Borg. Sóttvarnalæknir hefur gefið það upp í fjölmiðlum í dag að hann íhugi að leggja til sóttvarnatakmarkanir innanlands í ljósi verulegs fjölda smita undanfarna daga, þrátt fyrir bólusetningar. Finni leggur til að farin verði önnur leið, enda sé ljóst að hin muni hafa verri afleiðingar. „Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna og fullt af fyrirtækjum fara á hausinn ef það að loka öllu verður eina lausnin okkar í þessu. Ég býð mig allavega fram að borga slatta meira í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá frekar að að mitt fólk heldur vinnunni,“ skrifar Finni, sem er með tugi starfsmanna á launaskrá. 56 greindust með veiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 38 utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit að minnsta kosti tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
„Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið og setja peninga og finna leið til þess að lifa með þessu og taka slaginn,“ skrifar Guðfinnur á Facebook. Til hans er jafnan vísað sem Finna á Prikinu, en hann hefur lengi átt og rekið þann stað. Sömuleiðis er Finni meðal annars ábyrgur fyrir Húrra, Bravó og Hótel Borg. Sóttvarnalæknir hefur gefið það upp í fjölmiðlum í dag að hann íhugi að leggja til sóttvarnatakmarkanir innanlands í ljósi verulegs fjölda smita undanfarna daga, þrátt fyrir bólusetningar. Finni leggur til að farin verði önnur leið, enda sé ljóst að hin muni hafa verri afleiðingar. „Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna og fullt af fyrirtækjum fara á hausinn ef það að loka öllu verður eina lausnin okkar í þessu. Ég býð mig allavega fram að borga slatta meira í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá frekar að að mitt fólk heldur vinnunni,“ skrifar Finni, sem er með tugi starfsmanna á launaskrá. 56 greindust með veiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 38 utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit að minnsta kosti tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira