„Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 17:04 Sigtryggur Baldursson er viðmælandi í nýjasta þættinum af Bransakjaftæði. ÚTÓN Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur er að eigin sögn pönkari úr Kópavogi. Hann dróst inn í pönk-senuna undir lok 8. áratugarins þegar hann gekk til liðs við unglingahljómsveit. „Ég var að vinna í skógræktinni í Kópavogi og kynnist þar Hilmari Agnarssyni og dett þar inn í hljómsveit sem hann var að stofna sem heitir Þeyr og var svona fyrsta alvöru hljómsveitin.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík. Stjórnendur útvarpsþáttarins Áfanga á Rás eitt, kölluðu svo saman hina ýmsu tónlistarmenn sem höfðu komið fram í Rokk í Reykjavík og bjuggu til draumahljómsveit til þess að búa til tónlist fyrir lokaþátt Áfanga. Úr varð hljómsveitin Kukl sem starfræk var í þrjú ár. Pönkarar sem fóru út í popp „Síðan varð til svona samkrull af súrrealista bókmenntahóp úr Breiðholti og þessari hljómsveit Kukl sem voru svona pönk „survivors“ úr íslensku pönk senunni og verður til þarna Smekkleysa sem er svona hugsað sem regnhlífarsamtök fyrir alls konar uppreisnargjarna list. Þannig litum við eiginlega á okkur.“ Þessi samtök veittu til dæmis Smekkleysuverðlaunin og hlaut Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri sjónvarpsins fyrstu verðlaunin fyrir að láta sjónvarpið kaupa sýningarétt af myndunum sínum. Innan þessa hóps var svo tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni, að búa til popphljómsveit í þeim tilgangi að þéna peninga - úr varð hljómsveitin Sykurmolarnir. Sykurmolarnir slógu í gegn og unnu meðal annars úti í London. Þeir störfuðu erlendis í fjögur ár og byrjuðu að túra um heiminn árið 1988. Sveitin fann fyrir meðbyr en var að sögn Sigtryggs ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi á þessum tíma. Eftir að Sykurmolarnir lögðu upp laupana stofnaði Sigtryggur „pöbba-bandið“ Bogomil Font og Milljónamæringarnir, sem upphaflega átti að vera grínhljómsveit. „Oft nefnilega verða bestu hugmyndirnar til þannig í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi.“ Hljómsveitin sprakk út og segir Sigtryggur hana hafa orðið vinsælli en Sykurmolarnir voru hér á landi. Segir tónlistarmenn njóta meiri stuðnings í dag Með sína áralöngu reynslu að baki getur Sigtryggur borið saman umhverfi tónlistarmanna þá og nú. „Það var ekkert stuðningsbatterí og við gátum ekki sótt í neina sjóði eða neitt slíkt fyrir okkar verkefni. Þannig við vorum bara að gera þetta sjálf og borguðum okkar flugmiða til og frá landinu. Það er miklu betra stuðningsumhverfi í dag og það er miklu betra að verða sér út um upplýsingar.“ Sigtryggur gegnir í dag stöðu forstöðumanns ÚTÓN sem vinnur að því að efla og skapa sóknarfæri fyrir tónlistarmenn, bæði innanlands sem utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Sigtryggur er að eigin sögn pönkari úr Kópavogi. Hann dróst inn í pönk-senuna undir lok 8. áratugarins þegar hann gekk til liðs við unglingahljómsveit. „Ég var að vinna í skógræktinni í Kópavogi og kynnist þar Hilmari Agnarssyni og dett þar inn í hljómsveit sem hann var að stofna sem heitir Þeyr og var svona fyrsta alvöru hljómsveitin.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík. Stjórnendur útvarpsþáttarins Áfanga á Rás eitt, kölluðu svo saman hina ýmsu tónlistarmenn sem höfðu komið fram í Rokk í Reykjavík og bjuggu til draumahljómsveit til þess að búa til tónlist fyrir lokaþátt Áfanga. Úr varð hljómsveitin Kukl sem starfræk var í þrjú ár. Pönkarar sem fóru út í popp „Síðan varð til svona samkrull af súrrealista bókmenntahóp úr Breiðholti og þessari hljómsveit Kukl sem voru svona pönk „survivors“ úr íslensku pönk senunni og verður til þarna Smekkleysa sem er svona hugsað sem regnhlífarsamtök fyrir alls konar uppreisnargjarna list. Þannig litum við eiginlega á okkur.“ Þessi samtök veittu til dæmis Smekkleysuverðlaunin og hlaut Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri sjónvarpsins fyrstu verðlaunin fyrir að láta sjónvarpið kaupa sýningarétt af myndunum sínum. Innan þessa hóps var svo tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni, að búa til popphljómsveit í þeim tilgangi að þéna peninga - úr varð hljómsveitin Sykurmolarnir. Sykurmolarnir slógu í gegn og unnu meðal annars úti í London. Þeir störfuðu erlendis í fjögur ár og byrjuðu að túra um heiminn árið 1988. Sveitin fann fyrir meðbyr en var að sögn Sigtryggs ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi á þessum tíma. Eftir að Sykurmolarnir lögðu upp laupana stofnaði Sigtryggur „pöbba-bandið“ Bogomil Font og Milljónamæringarnir, sem upphaflega átti að vera grínhljómsveit. „Oft nefnilega verða bestu hugmyndirnar til þannig í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi.“ Hljómsveitin sprakk út og segir Sigtryggur hana hafa orðið vinsælli en Sykurmolarnir voru hér á landi. Segir tónlistarmenn njóta meiri stuðnings í dag Með sína áralöngu reynslu að baki getur Sigtryggur borið saman umhverfi tónlistarmanna þá og nú. „Það var ekkert stuðningsbatterí og við gátum ekki sótt í neina sjóði eða neitt slíkt fyrir okkar verkefni. Þannig við vorum bara að gera þetta sjálf og borguðum okkar flugmiða til og frá landinu. Það er miklu betra stuðningsumhverfi í dag og það er miklu betra að verða sér út um upplýsingar.“ Sigtryggur gegnir í dag stöðu forstöðumanns ÚTÓN sem vinnur að því að efla og skapa sóknarfæri fyrir tónlistarmenn, bæði innanlands sem utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira