Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 11:51 Eva Sigurðardóttir er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Hún segir að ekki þurfi á göngu að halda til að styðja við þolendur kynferðisofbeldis. Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust. Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann. Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann.
Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira