Gísli Pálmi hótar að taka aftur yfir leikinn og byrjar á stærstu tónleikum ársins Snorri Másson skrifar 24. júlí 2021 15:58 Það er hugur í Gísla Pálma Sigurðssyni. Hann er ekki frá því að poppstjörnurnar, eins og hann kallar helstu rappara landsins, þurfi að fara að spýta í lófana þegar hann fer að droppa nýja dótinu sínu. Hann gæti í alvöru verið að hefjast, GP kafli tvö, sem rappþjóðin Ísland hefur beðið í ofvæni frá því að GP droppaði árið 2015. Eftir nokkur ár undir feldi boðar Gísli Pálmi nýja tíma, sem hann hringir inn með sögulegum tónleikum í Gamla bíó í kvöld. Rapparinn hefur verið önnum kafinn við að skipuleggja tónleika kvöldsins, sem hefur vitaskuld reynst flókin aðgerð á þessum allra síðustu og verstu tímum. Nýjar sóttvarnarreglur taka ekki gildi fyrr en á miðnætti, þannig að salurinn getur fyllst, og það þýðir ekki að vola í veirufári, eins og forsetinn segir. Þetta verða seinustu tónleikar sumarsins, segir Gísli. „Við erum búnir að lofa því að þetta verða stærstu tónleikar ársins. Við ætlum að vera með heilmikið dæmi,“ segir Gísli Pálmi í samtali við Vísi. Stærstir verða þeir öðru fremur í menningarlegum skilningi og á þeim nótum boðar Gísli mikinn fögnuð: „Ég verð þarna með Nigo, Daniil og svo Issa og Alviu. Og ég get sagt þér það núna að Issi og Alvia eru að fara að breyta leiknum. Þetta kvöld er að fara að vera grjótharðasta og það ferskasta í alvöru hiphop trap-senunni.“ Miðar seldir við hurð og á Tix.Instagram Á meðal gesta verður raunveruleikastjarnan og nú rapparinn Bassi Maraj, sem Gísli hefur mikla trú á: „Ég er nefnilega svo ógeðslega hrifinn af honum, ég er bara á því að hann er einn af bestu röppurunum sem eru þarna úti í dag. Þetta eru stór orð, en hann er mjög góður að ríma, það verður bara ekki tekið af honum, hann er bara mjög góður að ríma. Svo er hann bara fyndin týpa.“ Kafli tvö í vændum Gísli Pálmi sló tóninn fyrir nýja bylgju íslensks rapps með plötu sinni Gísla Pálma árið 2015. Síðan hefur hann gefið út stöku lag á stangli, en látið vera að fylgja plötunni eftir með öðru heilsteyptu meistaraverki. Staða hans sem rappara númer eitt stendur þó óhögguð í huga margra, þrátt fyrir takmarkaða útgáfustarfsemi. Á allra síðustu árum hefur Gísli unnið í sínum málum, verið með annan fótinn í Lundúnum þar sem hann er einnig til heimilis, en upp á síðkastið verið ötull við tónsmíðar í Reykjavík með nýjum hópi. „Ég er búinn að vera að vinna hörðum höndum í lífinu og með því kemur bara nýr kafli, sem er bara Chapter 2 frá GP. Mikið af efni er í vændum. GP season er að rífa af stað og ég er kominn með heilt teymi af gaurum sem eru að pródúsera. Ég hef alltaf verið mikið í að pródúsera bara fyrir sjálfan mig og ekki verið opinn fyrir miklu öðru, enda þarf mikið til að impressa mig. En núna er ég kominn með nokkra í kringum mig sem ég er að fara að setja á, sem eru bara að fara að drepa leikinn.“ Þar á meðal nefnir Gísli sérstaklega Ísleif Eld, sem hann hefur unnið náið með að undanförnu. Poppstjörnurnar gætu þurft að fara að spýta í lófana Fyrr má nú rota en dauðrota - það eru voðaverk að ætla að drepa leik sem þegar hefur verið sagður í andarslitrunum. Rappið hefur ekki verið upp á sitt besta hér á landi undanfarin ár að mati margra. Hverju sætir? „Þetta er bara að breytast í einhverja poppsenu. Allir gæjarnir sem eiga að vera frægustu og stærstu rappararnir hérna eru bara einhverjir fokking poppsöngvarar. Þeir mega alveg gera það og ekkert mál fyrir þá sem ætla að gera það, en það er þá stórt gat þarna þar sem vantar bara alvöru hip hop. Eða hvað sem menn kalla það. Rapp,“ segir Gísli Pálmi. Kominn tími á nýtt GP?INSTAGRAM Þessu ætlar Gísli að breyta, sem er þegar með lager af efni sem hann hefur verið að setja saman í stúdíóinu í samvinnu við góða menn. „Það munu allir verða varir við það núna á næsta ári þegar það droppar út hægt og rólega, það mun ekki fara fram hjá neinum. Það mun síðan vonandi hafa það jákvæð áhrif á leikinn að aðrir þurfa að spýta í lófana líka,“ segir Gísli Pálmi Sigurðsson. Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rapparinn hefur verið önnum kafinn við að skipuleggja tónleika kvöldsins, sem hefur vitaskuld reynst flókin aðgerð á þessum allra síðustu og verstu tímum. Nýjar sóttvarnarreglur taka ekki gildi fyrr en á miðnætti, þannig að salurinn getur fyllst, og það þýðir ekki að vola í veirufári, eins og forsetinn segir. Þetta verða seinustu tónleikar sumarsins, segir Gísli. „Við erum búnir að lofa því að þetta verða stærstu tónleikar ársins. Við ætlum að vera með heilmikið dæmi,“ segir Gísli Pálmi í samtali við Vísi. Stærstir verða þeir öðru fremur í menningarlegum skilningi og á þeim nótum boðar Gísli mikinn fögnuð: „Ég verð þarna með Nigo, Daniil og svo Issa og Alviu. Og ég get sagt þér það núna að Issi og Alvia eru að fara að breyta leiknum. Þetta kvöld er að fara að vera grjótharðasta og það ferskasta í alvöru hiphop trap-senunni.“ Miðar seldir við hurð og á Tix.Instagram Á meðal gesta verður raunveruleikastjarnan og nú rapparinn Bassi Maraj, sem Gísli hefur mikla trú á: „Ég er nefnilega svo ógeðslega hrifinn af honum, ég er bara á því að hann er einn af bestu röppurunum sem eru þarna úti í dag. Þetta eru stór orð, en hann er mjög góður að ríma, það verður bara ekki tekið af honum, hann er bara mjög góður að ríma. Svo er hann bara fyndin týpa.“ Kafli tvö í vændum Gísli Pálmi sló tóninn fyrir nýja bylgju íslensks rapps með plötu sinni Gísla Pálma árið 2015. Síðan hefur hann gefið út stöku lag á stangli, en látið vera að fylgja plötunni eftir með öðru heilsteyptu meistaraverki. Staða hans sem rappara númer eitt stendur þó óhögguð í huga margra, þrátt fyrir takmarkaða útgáfustarfsemi. Á allra síðustu árum hefur Gísli unnið í sínum málum, verið með annan fótinn í Lundúnum þar sem hann er einnig til heimilis, en upp á síðkastið verið ötull við tónsmíðar í Reykjavík með nýjum hópi. „Ég er búinn að vera að vinna hörðum höndum í lífinu og með því kemur bara nýr kafli, sem er bara Chapter 2 frá GP. Mikið af efni er í vændum. GP season er að rífa af stað og ég er kominn með heilt teymi af gaurum sem eru að pródúsera. Ég hef alltaf verið mikið í að pródúsera bara fyrir sjálfan mig og ekki verið opinn fyrir miklu öðru, enda þarf mikið til að impressa mig. En núna er ég kominn með nokkra í kringum mig sem ég er að fara að setja á, sem eru bara að fara að drepa leikinn.“ Þar á meðal nefnir Gísli sérstaklega Ísleif Eld, sem hann hefur unnið náið með að undanförnu. Poppstjörnurnar gætu þurft að fara að spýta í lófana Fyrr má nú rota en dauðrota - það eru voðaverk að ætla að drepa leik sem þegar hefur verið sagður í andarslitrunum. Rappið hefur ekki verið upp á sitt besta hér á landi undanfarin ár að mati margra. Hverju sætir? „Þetta er bara að breytast í einhverja poppsenu. Allir gæjarnir sem eiga að vera frægustu og stærstu rappararnir hérna eru bara einhverjir fokking poppsöngvarar. Þeir mega alveg gera það og ekkert mál fyrir þá sem ætla að gera það, en það er þá stórt gat þarna þar sem vantar bara alvöru hip hop. Eða hvað sem menn kalla það. Rapp,“ segir Gísli Pálmi. Kominn tími á nýtt GP?INSTAGRAM Þessu ætlar Gísli að breyta, sem er þegar með lager af efni sem hann hefur verið að setja saman í stúdíóinu í samvinnu við góða menn. „Það munu allir verða varir við það núna á næsta ári þegar það droppar út hægt og rólega, það mun ekki fara fram hjá neinum. Það mun síðan vonandi hafa það jákvæð áhrif á leikinn að aðrir þurfa að spýta í lófana líka,“ segir Gísli Pálmi Sigurðsson.
Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira