Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 16:13 K2 er annað hæsta fjall í heimi. Mynd/Aðsend Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. Nú er talið að þeir hafi fundist í rúmlega 8.000 metra hæð, þar sem oft myndast flöskuháls í fjallinu vegna hættulegrar íshellu. Til þess að hægt sé að flytja lík John Snorra og félaga hans niður kann að reynast nauðsynlegt að þau séu flutt neðar í fjallið af göngumönnum, enda drífa þyrlur pakistanska hersins ekki nógu hátt upp í fjallið. Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.Vísir Hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Lela Peak Expedition fann líkin, eftir að tilraunir sérstaks leitarhóps höfðu ekki borið árangur. Einn eigenda ferðaskrifstofunnar segir í samtali við fréttastofu að pakistanski herinn muni reyna að flytja líkin niður. „Í Íslamabad er nú unnið að því að útvega þyrlur fyrir morgundaginn eða hinn til þess að ná í líkin. Ef klifurmennirnir í fjallinu koma með þá niður í kannski 6.000 eða 6.500 metra hæð getur þyrlan farið þangað og sótt líkin,“ segir Anwar Syed, einn eigenda ferðaskrifstofunnar, í samtali við fréttastofu. John Snorri var í fylgd með tveimur vinum sínum, pakistönsku feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara. Juan Pablo Mohr frá Chile slóst í hópinn á ákveðnum tímapunkti. Sajid hélt aftur niður vegna bilunar í búnaði í um 8.200 metra hæð en þeir sem eftir urðu uppi í fjallinu létust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Nú er talið að þeir hafi fundist í rúmlega 8.000 metra hæð, þar sem oft myndast flöskuháls í fjallinu vegna hættulegrar íshellu. Til þess að hægt sé að flytja lík John Snorra og félaga hans niður kann að reynast nauðsynlegt að þau séu flutt neðar í fjallið af göngumönnum, enda drífa þyrlur pakistanska hersins ekki nógu hátt upp í fjallið. Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.Vísir Hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Lela Peak Expedition fann líkin, eftir að tilraunir sérstaks leitarhóps höfðu ekki borið árangur. Einn eigenda ferðaskrifstofunnar segir í samtali við fréttastofu að pakistanski herinn muni reyna að flytja líkin niður. „Í Íslamabad er nú unnið að því að útvega þyrlur fyrir morgundaginn eða hinn til þess að ná í líkin. Ef klifurmennirnir í fjallinu koma með þá niður í kannski 6.000 eða 6.500 metra hæð getur þyrlan farið þangað og sótt líkin,“ segir Anwar Syed, einn eigenda ferðaskrifstofunnar, í samtali við fréttastofu. John Snorri var í fylgd með tveimur vinum sínum, pakistönsku feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara. Juan Pablo Mohr frá Chile slóst í hópinn á ákveðnum tímapunkti. Sajid hélt aftur niður vegna bilunar í búnaði í um 8.200 metra hæð en þeir sem eftir urðu uppi í fjallinu létust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24
Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56