Skoða að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr sumarfríi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2021 17:33 Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Vísir/Sigurjón Verið er að skoða að kalla heilbrigðisstarfsfólk úr sumarfríi vegna stöðunnar í faraldri nýju kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Guðrún Aspelund yfirlæknir, á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði fjölgun smitaðra vera áhyggjuefni og útlit sé fyrir að smitaðir sýni lítil eða jafnvel engin einkenni en séu samt smitandi. „Þá höfum við náttúrulega áhyggjur af því að það séu smitaðir einstaklingar á ferðinni og séu ekki að fara í sýnatöku, hreinlega þar sem þau vita ekki af því að þau þurfa á því að halda,“ sagði Guðrún. Ofan á það virðist sem Delta-afbrigðið smitist auðveldar manna á milli og hver einstaklingur smiti fleiri. Erfiðara sé að ná utan um ástandið af þessum sökum. Varðandi bólusetningar sagði Guðrún að til greina komi að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr fríi og hefja bólusetningar aftur. Þá mögulega til dæmis að gefa fólki sem fékk bara eina sprautu af bóluefni aðra skammta en Guðrún sagði enga ákvörðun hafa verið tekna. Sömuleiðis hafi verið rætt að gefa ákveðnum hópum sem eru í aukinni áhættu þriðja skammt bóluefnis, hafi viðkomandi fengið tvo skammta áður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tveir íbúar á Hlíf smitaðir Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. 26. júlí 2021 16:17 Þriðji starfsmaður heilsugæslunnar greindist með veiruna Starfsmenn heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem greinst hafa með kórónuveiruna eru orðnir tveir. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður heimahjúkrunar hefði greinst, auk starfsmanns á heilsugæslunni Sólvangi, sem sinnti ungbarnaeftirliti. 26. júlí 2021 14:20 Þrettán starfsmenn Landspítala í einangrun með Covid-19 Á þriðja hundrað starfsmanna Landspítalans er í vinnusóttkví og talið er að þeim muni fjölga nokkuð í dag. Nú liggja þrír inni á spítala með virkt Covid-smit en einn inniliggjandi sjúklingur greindist smitaður af veirunni í dag. 26. júlí 2021 13:40 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hún sagði fjölgun smitaðra vera áhyggjuefni og útlit sé fyrir að smitaðir sýni lítil eða jafnvel engin einkenni en séu samt smitandi. „Þá höfum við náttúrulega áhyggjur af því að það séu smitaðir einstaklingar á ferðinni og séu ekki að fara í sýnatöku, hreinlega þar sem þau vita ekki af því að þau þurfa á því að halda,“ sagði Guðrún. Ofan á það virðist sem Delta-afbrigðið smitist auðveldar manna á milli og hver einstaklingur smiti fleiri. Erfiðara sé að ná utan um ástandið af þessum sökum. Varðandi bólusetningar sagði Guðrún að til greina komi að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr fríi og hefja bólusetningar aftur. Þá mögulega til dæmis að gefa fólki sem fékk bara eina sprautu af bóluefni aðra skammta en Guðrún sagði enga ákvörðun hafa verið tekna. Sömuleiðis hafi verið rætt að gefa ákveðnum hópum sem eru í aukinni áhættu þriðja skammt bóluefnis, hafi viðkomandi fengið tvo skammta áður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tveir íbúar á Hlíf smitaðir Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. 26. júlí 2021 16:17 Þriðji starfsmaður heilsugæslunnar greindist með veiruna Starfsmenn heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem greinst hafa með kórónuveiruna eru orðnir tveir. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður heimahjúkrunar hefði greinst, auk starfsmanns á heilsugæslunni Sólvangi, sem sinnti ungbarnaeftirliti. 26. júlí 2021 14:20 Þrettán starfsmenn Landspítala í einangrun með Covid-19 Á þriðja hundrað starfsmanna Landspítalans er í vinnusóttkví og talið er að þeim muni fjölga nokkuð í dag. Nú liggja þrír inni á spítala með virkt Covid-smit en einn inniliggjandi sjúklingur greindist smitaður af veirunni í dag. 26. júlí 2021 13:40 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Tveir íbúar á Hlíf smitaðir Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. 26. júlí 2021 16:17
Þriðji starfsmaður heilsugæslunnar greindist með veiruna Starfsmenn heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem greinst hafa með kórónuveiruna eru orðnir tveir. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður heimahjúkrunar hefði greinst, auk starfsmanns á heilsugæslunni Sólvangi, sem sinnti ungbarnaeftirliti. 26. júlí 2021 14:20
Þrettán starfsmenn Landspítala í einangrun með Covid-19 Á þriðja hundrað starfsmanna Landspítalans er í vinnusóttkví og talið er að þeim muni fjölga nokkuð í dag. Nú liggja þrír inni á spítala með virkt Covid-smit en einn inniliggjandi sjúklingur greindist smitaður af veirunni í dag. 26. júlí 2021 13:40
71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42
Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11