Mercedes-Benz færir sig alfarið yfir í rafbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júlí 2021 07:01 Mercedes-Benz EQA 250. Þýski lúxusbílaframleiðandinn Daimler stefnir að því að framleiða eingöngu rafknúnar Mercedes-Benz bifreiðar í lok áratugarins. Framleiðandinn hyggst því hætta alfarið þróun bensín- og dísilbíla og þar með færa sig úr áðurkynntri “Electric First” stefnu yfir í “Electric Only”. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Allar nýjar undirtegundir Mercedes-Benz verða alrafknúnar frá árinu 2025. Mercedes-Benz áætlar að hanna þrjár nýjar gerðir af undirvögnum sérætluðum fyrir rafbíla; MB.ES, sem verða miðlungsstórar til stórar farþegabifreiðar, AMG.EA, sem verða sportbifreiðar undir merkjum AMG, og VAN.EA, sem verða minni sendibifreiðar. Frá og með árinu 2025 mun neytendum jafnframt gefast kostur á að kaupa alrafknúna gerð í öllum þeim flokkum sem Mercedes-Benz býður upp á bifreiðar. „Hraði rafbílavæðingarinnar er að aukast og sérstaklega í flokki lúxusbifreiða, þar sem Mercedes-Benz staðsetur sig. Við færumst nær orkuskiptaviðsnúningnum og við verðum tilbúin þegar markaðir skipta alfarið yfir í rafmagn undir lok áratugarins,“ segir Ola Källenius, forstjóri Daimler og Mercedes-Benz. Í ljósi þessara fyrirætlana hefur Daimler gefið út að Mercedes-Benz muni gefa í við rannsóknir og þróun og munu fjárfestingar vegna rafknúinna bifreiða á milli áranna 2022 og 2030 nema yfir 40 milljörðum evra. Vistvænir bílar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Allar nýjar undirtegundir Mercedes-Benz verða alrafknúnar frá árinu 2025. Mercedes-Benz áætlar að hanna þrjár nýjar gerðir af undirvögnum sérætluðum fyrir rafbíla; MB.ES, sem verða miðlungsstórar til stórar farþegabifreiðar, AMG.EA, sem verða sportbifreiðar undir merkjum AMG, og VAN.EA, sem verða minni sendibifreiðar. Frá og með árinu 2025 mun neytendum jafnframt gefast kostur á að kaupa alrafknúna gerð í öllum þeim flokkum sem Mercedes-Benz býður upp á bifreiðar. „Hraði rafbílavæðingarinnar er að aukast og sérstaklega í flokki lúxusbifreiða, þar sem Mercedes-Benz staðsetur sig. Við færumst nær orkuskiptaviðsnúningnum og við verðum tilbúin þegar markaðir skipta alfarið yfir í rafmagn undir lok áratugarins,“ segir Ola Källenius, forstjóri Daimler og Mercedes-Benz. Í ljósi þessara fyrirætlana hefur Daimler gefið út að Mercedes-Benz muni gefa í við rannsóknir og þróun og munu fjárfestingar vegna rafknúinna bifreiða á milli áranna 2022 og 2030 nema yfir 40 milljörðum evra.
Vistvænir bílar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent