Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 23:10 Joey Jordison á tónleikum með Vimic árið 2017. Getty/Jeff Hahne Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Í frétt Rolling Stone er vitnað í tilkynningu frá fjölskyldu Jordison þar sem fjölskyldan biður um næði og kemur fram að útför verði haldin í kyrrþey. Jordison var áður í þungarokkshljómsveit sem kallaðist the Pale Ones eða „hinir fölu“ og seinna meir Meld. Árið 1995 breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í Slipknot. Á sviði báru meðlimir hljómsveitarinnar grímur og innan nokkurra ára náði hljómsveitin miklum vinsældum í heimi þungarokksins og jafnvel víðar. Árið 2013 yfirgaf Jordison hljómsveitin af heilsufarsástæðum. Rolling Stone vitnar í viðtal við Jordison frá 2016 þar sem hann sagðist hafa greinst með form af MS sem hafi komið í veg fyrir að hann gæti spilað á trommur. Jordison sagðist hafa reynt að vinna á sjúkdómnum og finna sig í tónlistinni aftur með hljómsveit sem kallaðist Vimic. Auk þess spilaði hann með öðrum hljómsveitum í gegnum árin og stundum spilaði hann á gítar. Eitt vinsælasta lag Slipknot er Wait and Bleed. Andlát Bandaríkin Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í frétt Rolling Stone er vitnað í tilkynningu frá fjölskyldu Jordison þar sem fjölskyldan biður um næði og kemur fram að útför verði haldin í kyrrþey. Jordison var áður í þungarokkshljómsveit sem kallaðist the Pale Ones eða „hinir fölu“ og seinna meir Meld. Árið 1995 breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í Slipknot. Á sviði báru meðlimir hljómsveitarinnar grímur og innan nokkurra ára náði hljómsveitin miklum vinsældum í heimi þungarokksins og jafnvel víðar. Árið 2013 yfirgaf Jordison hljómsveitin af heilsufarsástæðum. Rolling Stone vitnar í viðtal við Jordison frá 2016 þar sem hann sagðist hafa greinst með form af MS sem hafi komið í veg fyrir að hann gæti spilað á trommur. Jordison sagðist hafa reynt að vinna á sjúkdómnum og finna sig í tónlistinni aftur með hljómsveit sem kallaðist Vimic. Auk þess spilaði hann með öðrum hljómsveitum í gegnum árin og stundum spilaði hann á gítar. Eitt vinsælasta lag Slipknot er Wait and Bleed.
Andlát Bandaríkin Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira