100 laxa holl í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2021 07:59 Norðurá er á góðu róli en síðasta holl landaði 108 löxum Holl sem lauk veiðum 27. júli í Norðurá lanadði 108 löxum og er fyrsta hollið í sumar í Íslenskri laxveiðiá sem nær þeim árangri. Það er töluvert af laxi í Norðurá og það sem gefur merki um að gangan sé í góðu laxi er að teljarinn við Glanna stóð í 1200 löxum fyrir tveimur dögum síðan og það sem meira er, það er ennþá lax að ganga. Frá neðstu veiðistöðum og upp á fjall virðist laxinn vera að dreifa sér vel og takan er góð. Smálaxinn skilaði sér seint í ánna eins og í flestum ánum á landinu en almennt virðast veiðimenn sammála um að staðan sé um það bil tveimur til þremur vikum á eftir áætlun. Stærsti lax sumarsins í Norðurá veiddist í þessu holli en sá var mældur 99 sm og veiddist í Myrkhyl. Nokkrir aðrir vænir laxar hafa sést í ánni sem fullyrt er að séu ekki minni en þessi og það verður spennandi að sjá hvort þessir höfðingjar stökkvi á flugur veiðimanna næstu daga. Heildartalan er komin í 870 laxa og það er þess vegna ekki annað en líklegt að áin fari yfir 1.000 laxa í vikunni. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði
Það er töluvert af laxi í Norðurá og það sem gefur merki um að gangan sé í góðu laxi er að teljarinn við Glanna stóð í 1200 löxum fyrir tveimur dögum síðan og það sem meira er, það er ennþá lax að ganga. Frá neðstu veiðistöðum og upp á fjall virðist laxinn vera að dreifa sér vel og takan er góð. Smálaxinn skilaði sér seint í ánna eins og í flestum ánum á landinu en almennt virðast veiðimenn sammála um að staðan sé um það bil tveimur til þremur vikum á eftir áætlun. Stærsti lax sumarsins í Norðurá veiddist í þessu holli en sá var mældur 99 sm og veiddist í Myrkhyl. Nokkrir aðrir vænir laxar hafa sést í ánni sem fullyrt er að séu ekki minni en þessi og það verður spennandi að sjá hvort þessir höfðingjar stökkvi á flugur veiðimanna næstu daga. Heildartalan er komin í 870 laxa og það er þess vegna ekki annað en líklegt að áin fari yfir 1.000 laxa í vikunni.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði