Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin eru sprungin, og það gæti þurft að beina ferðamönnum í sóttkví á hefðbundin hótel. Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira