Reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 13:31 Mikið var um að vera á tjaldsvæðinu Hömrum í gærkvöldi og í nótt. Stöð 2 Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt. Tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum svæðisins sem ekki virtu næturfrið. Tryggvi Marínósson, umsjónarmaður svæðisins segir aðal vandamálið þó hafa verið fjöldi fólks sem reyndi að smygla sér inn á svæðið í gær og í nótt. „Fólk sem var að koma úr bænum í partý því það var lokað klukkan 12 í bænum. Þá var fólk að reyna komast hingað inn í partý. Sumir gestirnir okkar líta á þetta sem útihátíðarsvæði sem það er ekki, þetta er tjaldsvæði.“ Hann segir tjaldverði hafa átt í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. „Það voru svona sjö eða átta verðir sem voru bara í því í alla nótt að eiga við þá sem voru með læti og þá sem ekki áttu að vera hérna.“ Tíu stígar liggja inn á svæðið og því þurfti að kalla til næturvarða af tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti til þess að hægt væri að vakta alla innganga. „Það var miklu rólegra á Þórunnarstrætinu. Það gekk betur þar því þar er náttúrlega styttra í bæinn og þar löbbuðu þeir bara í bæinn sem ætluðu að djamma og svo varð bara rólegt eftir það.“ Rétt undir átta hundruð manns hafa dvalið á svæðinu um helgina í nokkrum sóttvarnahólfum. Tryggvi á von á því að margir gestir yfirgefi svæðið í dag en segir starfsfólk þó vera vel undirbúið fyrir kvöldið. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi verslunarmannahelgi heldur en ég hef upplifað í mörg mörg ár. En það náttúrlega vantaði einhvers staðar útihátíð á landinu- það er greinilegt.“ Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum svæðisins sem ekki virtu næturfrið. Tryggvi Marínósson, umsjónarmaður svæðisins segir aðal vandamálið þó hafa verið fjöldi fólks sem reyndi að smygla sér inn á svæðið í gær og í nótt. „Fólk sem var að koma úr bænum í partý því það var lokað klukkan 12 í bænum. Þá var fólk að reyna komast hingað inn í partý. Sumir gestirnir okkar líta á þetta sem útihátíðarsvæði sem það er ekki, þetta er tjaldsvæði.“ Hann segir tjaldverði hafa átt í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. „Það voru svona sjö eða átta verðir sem voru bara í því í alla nótt að eiga við þá sem voru með læti og þá sem ekki áttu að vera hérna.“ Tíu stígar liggja inn á svæðið og því þurfti að kalla til næturvarða af tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti til þess að hægt væri að vakta alla innganga. „Það var miklu rólegra á Þórunnarstrætinu. Það gekk betur þar því þar er náttúrlega styttra í bæinn og þar löbbuðu þeir bara í bæinn sem ætluðu að djamma og svo varð bara rólegt eftir það.“ Rétt undir átta hundruð manns hafa dvalið á svæðinu um helgina í nokkrum sóttvarnahólfum. Tryggvi á von á því að margir gestir yfirgefi svæðið í dag en segir starfsfólk þó vera vel undirbúið fyrir kvöldið. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi verslunarmannahelgi heldur en ég hef upplifað í mörg mörg ár. En það náttúrlega vantaði einhvers staðar útihátíð á landinu- það er greinilegt.“
Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira