Reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 13:31 Mikið var um að vera á tjaldsvæðinu Hömrum í gærkvöldi og í nótt. Stöð 2 Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt. Tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum svæðisins sem ekki virtu næturfrið. Tryggvi Marínósson, umsjónarmaður svæðisins segir aðal vandamálið þó hafa verið fjöldi fólks sem reyndi að smygla sér inn á svæðið í gær og í nótt. „Fólk sem var að koma úr bænum í partý því það var lokað klukkan 12 í bænum. Þá var fólk að reyna komast hingað inn í partý. Sumir gestirnir okkar líta á þetta sem útihátíðarsvæði sem það er ekki, þetta er tjaldsvæði.“ Hann segir tjaldverði hafa átt í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. „Það voru svona sjö eða átta verðir sem voru bara í því í alla nótt að eiga við þá sem voru með læti og þá sem ekki áttu að vera hérna.“ Tíu stígar liggja inn á svæðið og því þurfti að kalla til næturvarða af tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti til þess að hægt væri að vakta alla innganga. „Það var miklu rólegra á Þórunnarstrætinu. Það gekk betur þar því þar er náttúrlega styttra í bæinn og þar löbbuðu þeir bara í bæinn sem ætluðu að djamma og svo varð bara rólegt eftir það.“ Rétt undir átta hundruð manns hafa dvalið á svæðinu um helgina í nokkrum sóttvarnahólfum. Tryggvi á von á því að margir gestir yfirgefi svæðið í dag en segir starfsfólk þó vera vel undirbúið fyrir kvöldið. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi verslunarmannahelgi heldur en ég hef upplifað í mörg mörg ár. En það náttúrlega vantaði einhvers staðar útihátíð á landinu- það er greinilegt.“ Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum svæðisins sem ekki virtu næturfrið. Tryggvi Marínósson, umsjónarmaður svæðisins segir aðal vandamálið þó hafa verið fjöldi fólks sem reyndi að smygla sér inn á svæðið í gær og í nótt. „Fólk sem var að koma úr bænum í partý því það var lokað klukkan 12 í bænum. Þá var fólk að reyna komast hingað inn í partý. Sumir gestirnir okkar líta á þetta sem útihátíðarsvæði sem það er ekki, þetta er tjaldsvæði.“ Hann segir tjaldverði hafa átt í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. „Það voru svona sjö eða átta verðir sem voru bara í því í alla nótt að eiga við þá sem voru með læti og þá sem ekki áttu að vera hérna.“ Tíu stígar liggja inn á svæðið og því þurfti að kalla til næturvarða af tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti til þess að hægt væri að vakta alla innganga. „Það var miklu rólegra á Þórunnarstrætinu. Það gekk betur þar því þar er náttúrlega styttra í bæinn og þar löbbuðu þeir bara í bæinn sem ætluðu að djamma og svo varð bara rólegt eftir það.“ Rétt undir átta hundruð manns hafa dvalið á svæðinu um helgina í nokkrum sóttvarnahólfum. Tryggvi á von á því að margir gestir yfirgefi svæðið í dag en segir starfsfólk þó vera vel undirbúið fyrir kvöldið. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi verslunarmannahelgi heldur en ég hef upplifað í mörg mörg ár. En það náttúrlega vantaði einhvers staðar útihátíð á landinu- það er greinilegt.“
Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira