Yfirmaður Blizzard hættir störfum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 13:57 Starfsmenn Blizzard Entertainment mótmæltu yfirmönnum sínum í síðustu viku. AP/Jeff Gritchen J. Allen Brack, yfirmaður leikjafyrirtækisins Blizzard Entertainment, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Það gerði hann í kjölfar lögsóknar Kaliforníuríkis vegna meintrar eitraðar starfsmenningar í garð kvenna innan veggja Activision Blizzard, sem er móðurfyrirtæki Blizzard. Fyrstu viðbrögð yfirmanna AB vöktu töluverða reiði meðal starfsmanna og annarra í tölvuleikjaheiminum. Saksóknarar í Kaliforníu höfðuðu mál gegn AB í síðasta mánuði eftir tveggja ára rannsókn þeirra á starfsmenningu fyrirtækisins. Fyrirtækinu var líkt við svokallað bræðrafélag (fraternity á ensku) og því haldið fram að konur væru ítrekað áreittar kynferðislega og fengju lægri laun. Þá voru forsvarsmenn AB gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi varðandi ábendingar um þessa hegðun. Þá var vísað til atviks þar sem kona svipti sig lífi á ferðalagi með yfirmanni sínum. Hún hafði orðið fyrir mikilli áreitni áður en hún dó. Meðal annars höfðu samstarfsmenn hennar dreift nektarmyndum af henni sín á milli. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn AB frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ásakanirnar gegn fyrirtækinu aflagaðar og rangar. Þá sögðu þeir lögsóknina á höndum ábyrgðarlausra embættismanna. Það vakti töluverða reiði meðal starfsmanna AB sem fordæmdu yfirlýsingar yfirmanna og stöðvuðu vinnu tímabundið í síðustu viku. Í yfirlýsingu á vef Activision Blizzard segir að þau Jen Oneal og Mike Ybarra muni stýra fyrirtækinu í sameiningu. Oneal hóf störf hjá AB í janúar en Obarra hefur starfað þar frá 2019. Haft er eftir Brack að hann treysti þeim til að stýra fyrirtækinu og hraða breytingum þar. Þeim sé treystandi til að að vinna af heilindum og staðfestu. Brack var meðal þeirra sem voru nefndir sérstaklega í lögsókn Kaliforníu. Hann er sagður hafa vitað af starfsmenningunni og eru konur sagðar hafa kvartað beint til hans. Hins vegar er hann sakaður um aðgerðaleysi varðandi þær kvartanir. Hann hafði starfað hjá Blizzard í fimmtán ár en hafði stýrt fyrirtækinu frá október 2018. Hann stýrði þróun fjölspilunarleiksins vinsæla World of Warcraft um árabil. Leikjavísir Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Saksóknarar í Kaliforníu höfðuðu mál gegn AB í síðasta mánuði eftir tveggja ára rannsókn þeirra á starfsmenningu fyrirtækisins. Fyrirtækinu var líkt við svokallað bræðrafélag (fraternity á ensku) og því haldið fram að konur væru ítrekað áreittar kynferðislega og fengju lægri laun. Þá voru forsvarsmenn AB gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi varðandi ábendingar um þessa hegðun. Þá var vísað til atviks þar sem kona svipti sig lífi á ferðalagi með yfirmanni sínum. Hún hafði orðið fyrir mikilli áreitni áður en hún dó. Meðal annars höfðu samstarfsmenn hennar dreift nektarmyndum af henni sín á milli. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn AB frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ásakanirnar gegn fyrirtækinu aflagaðar og rangar. Þá sögðu þeir lögsóknina á höndum ábyrgðarlausra embættismanna. Það vakti töluverða reiði meðal starfsmanna AB sem fordæmdu yfirlýsingar yfirmanna og stöðvuðu vinnu tímabundið í síðustu viku. Í yfirlýsingu á vef Activision Blizzard segir að þau Jen Oneal og Mike Ybarra muni stýra fyrirtækinu í sameiningu. Oneal hóf störf hjá AB í janúar en Obarra hefur starfað þar frá 2019. Haft er eftir Brack að hann treysti þeim til að stýra fyrirtækinu og hraða breytingum þar. Þeim sé treystandi til að að vinna af heilindum og staðfestu. Brack var meðal þeirra sem voru nefndir sérstaklega í lögsókn Kaliforníu. Hann er sagður hafa vitað af starfsmenningunni og eru konur sagðar hafa kvartað beint til hans. Hins vegar er hann sakaður um aðgerðaleysi varðandi þær kvartanir. Hann hafði starfað hjá Blizzard í fimmtán ár en hafði stýrt fyrirtækinu frá október 2018. Hann stýrði þróun fjölspilunarleiksins vinsæla World of Warcraft um árabil.
Leikjavísir Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira