Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2021 20:25 Ragna mun ekki geta keyrt bíl allavega í hálft ár á meðan hún nær fullum bata eftir slysið. „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum. Rafhlaupahjól Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum.
Rafhlaupahjól Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira