Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2021 13:58 Katrín Jakobsdóttir segist merkja þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum. Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent