Stjörnurnar streyma til Íslands í auglýsingatökur Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 10:02 Fimmtán manna sendinefnd frá Thule kom nýverið til landsins til að skoða tökustaði. Thule Stór hópur heimsþekktra íþróttamanna er væntanlegur til landsins í lok ágúst í tengslum við tökur á auglýsingaefni fyrir ferðavörufyrirtækið Thule. Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið. Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins „Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu. Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production. Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum Garrett McNamara – Faðir og eitt stærsta nafn í „big wave“ brimbrettaíþróttinni frá Hawaii. HBO gaf út þætti með honum í júlí sem heita „100 feet wave“. Anja Pärson – Móðir, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum. Xavier de le rue – Faðir og goðsagnakenndur snjóbrettamaður frá Frakklandi. Eliot Jackson – Fjallahjólakappi, Redbull íþróttafréttaþulur og stofnandi Grow Cycling Foundation. Taylor Rees – Heimildargerðarmaður og mannvinur frá Bandaríkjunum. Kristoffer Turdell – Sænskur fjallaskíðamaður og verðlaunahafi í Freeride World Tour 2021. Ida Jansson – Sænskur fjallahjólakappi. Johanna Küchler – Sænskur fjallaskíðakappi og fjallahjólaiðkandi. Simon Johansson – Sænskur fjallahjólaiðkandi í „slopestyle“ og enduro greinum. Brooklyn Bell – Bandarískur fjallahjóla- og fjallaskíðaiðkandi. Apa Sherpa – Heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur með 21 leiðangra upp á topp Everest - með 13 met hjá Heimsmetabók Guinness. Matthias Giraud – Fransk-amerískur base jump fallhlífarstökkmaður. Markiz Tainton – Sænsk-marokkóskur kokkur sem elskar útieldun. Martin McFly Winkler – Austurrískur fjallaskíðamaður og íþróttaþulur hjá Free World Tour. Maria Kuzma – Nýsjálenskur snjóbrettakappi og arkitekt með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Pedro Oliva – Kajakræðari frá Brasilíu sem hefur stokkið 40 metra háan foss á kajaknum sínum. Elli Þór Magnússon – Brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi. Elli var myndaður í Netflix heimildarmyndinni Under An Arctic Sky. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið. Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins „Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu. Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production. Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum Garrett McNamara – Faðir og eitt stærsta nafn í „big wave“ brimbrettaíþróttinni frá Hawaii. HBO gaf út þætti með honum í júlí sem heita „100 feet wave“. Anja Pärson – Móðir, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum. Xavier de le rue – Faðir og goðsagnakenndur snjóbrettamaður frá Frakklandi. Eliot Jackson – Fjallahjólakappi, Redbull íþróttafréttaþulur og stofnandi Grow Cycling Foundation. Taylor Rees – Heimildargerðarmaður og mannvinur frá Bandaríkjunum. Kristoffer Turdell – Sænskur fjallaskíðamaður og verðlaunahafi í Freeride World Tour 2021. Ida Jansson – Sænskur fjallahjólakappi. Johanna Küchler – Sænskur fjallaskíðakappi og fjallahjólaiðkandi. Simon Johansson – Sænskur fjallahjólaiðkandi í „slopestyle“ og enduro greinum. Brooklyn Bell – Bandarískur fjallahjóla- og fjallaskíðaiðkandi. Apa Sherpa – Heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur með 21 leiðangra upp á topp Everest - með 13 met hjá Heimsmetabók Guinness. Matthias Giraud – Fransk-amerískur base jump fallhlífarstökkmaður. Markiz Tainton – Sænsk-marokkóskur kokkur sem elskar útieldun. Martin McFly Winkler – Austurrískur fjallaskíðamaður og íþróttaþulur hjá Free World Tour. Maria Kuzma – Nýsjálenskur snjóbrettakappi og arkitekt með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Pedro Oliva – Kajakræðari frá Brasilíu sem hefur stokkið 40 metra háan foss á kajaknum sínum. Elli Þór Magnússon – Brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi. Elli var myndaður í Netflix heimildarmyndinni Under An Arctic Sky.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira