Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2021 10:42 Stóra Laxá hefur verið eitt af flaggskipunum hjá Lax-Á en þetta er síðasta sumarið sem félagið verður leigutaki af ánni. Málið hefur farið afar hljóðlega um veiðisamfélagið en virðist hafa lekið út og er staðfest af tveimur heimildarmönnum Veiðivísis. Nýr leigutaki er Finnur B. Harðarson en hann er einn af landeigendum við ánna. Stóra Laxá hefur verið mjög vinsæl síðustu ár eftir að ánni var breytt þannig að aðeins er veitt á flugu og svo til öllum afla sleppt. Hún er best þekkt fyrir að eiga oft frábæra endaspretti og dæmi eru um að síðsumars holl hafa verið að fá 100 laxa á fjórar stangir og mest af því verið í yfirvigt. Ekki liggur ennþá fyrir hvort breytt fyrirkomulag á veiðum við ánni verði sett á en lengi hefur verið talað um á milli þeirra sem veiða ánna mikið að svæði 3 þurfi að renna í svæði 1-2 þar sem svæði 3 gefur fáa laxa á hverju sumri á meðan svæðin fyrir ofan og neðan geta verið mjög góð. Stangveiði Mest lesið Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði
Málið hefur farið afar hljóðlega um veiðisamfélagið en virðist hafa lekið út og er staðfest af tveimur heimildarmönnum Veiðivísis. Nýr leigutaki er Finnur B. Harðarson en hann er einn af landeigendum við ánna. Stóra Laxá hefur verið mjög vinsæl síðustu ár eftir að ánni var breytt þannig að aðeins er veitt á flugu og svo til öllum afla sleppt. Hún er best þekkt fyrir að eiga oft frábæra endaspretti og dæmi eru um að síðsumars holl hafa verið að fá 100 laxa á fjórar stangir og mest af því verið í yfirvigt. Ekki liggur ennþá fyrir hvort breytt fyrirkomulag á veiðum við ánni verði sett á en lengi hefur verið talað um á milli þeirra sem veiða ánna mikið að svæði 3 þurfi að renna í svæði 1-2 þar sem svæði 3 gefur fáa laxa á hverju sumri á meðan svæðin fyrir ofan og neðan geta verið mjög góð.
Stangveiði Mest lesið Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði