Geir í Ósvör óvænt orðinn andlit sardínuframleiðanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 22:57 Hér má sjá Geir á sardínudósinni. Ef vel er að gáð sést að skeggið er sett á hann með stafrænum hætti. Aðsend Geir Guðmundsson, sem eitt sinn var safnvörður í Ósvör í Bolungarvík, virðist vera orðinn að andliti sardínuframleiðanda í Svíþjóð. Fjölskylda Geirs hafði ekki hugmynd um að mynd af honum væri utan á sænskum sardínudósum, en framleiðandanum virðist hafa þótt vanta skegg á Geir. Geir, sem lést árið 2018, var um tíma safnvörður í Ósvör, sem er verbúð og sjóminjasafn austast við Bolungarvík og átti hann stóran hlut í uppbyggingu safnsins á sínum tíma. Í hlutverki safnvarðar var Geir oftar en ekki klæddur skinnklæðum á borð við þau sem sjómenn fyrri alda klæddust hér á landi og fræddi gesti safnsins um söguna og það sem fyrir augu bar. Á sardínudósinni er Geir einmitt í slíkum klæðum, þó eitthvað sé hann breyttur frá tíma sínum í Ósvör. Sardínuframleiðandanum virðist nefnilega hafa þótt vanta skegg á hann og bætti úr því með myndvinnsluforriti. Hér má sjá Geir í fullum skrúða og skegglausan, eins og hann var ávallt.Aðsend Skeggið blekkir engan Í samtali við Vísi segir Sólrún, dóttir Geirs, að fyrrverandi nágrannakona hennar og foreldra hennar í Bolungarvík hafi bent henni á að faðir hennar væri nú andlit sardínumerkis í Svíþjóð, nefnilega Sardinmästarens. Hún hafi fyrir algera tilviljun rekist á dósina úti í búð. „Þar sá hún eitthvað kunnuglegt andlit og fór að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki gamli nágranninn. Hún sendi mömmu sinni sem býr í Bolungarvík þetta. Hún kom í heimsókn til mömmu í dag og sýndi henni þetta. Við þekktum auðvitað myndina og það er augljóst að þetta er sá gamli,“ segir Sólrún, sem telur skegginu heldur viðvaningslega bætt á Geir. Sólrún segir að flestir safnverðir í Ósvör á eftir föður hennar hafi verið með skegg. „En pabbi var aldrei með skegg. Mamma vildi ekki að hann safnaði skeggi þannig að það var bara gengið frá því í upphafi þeirra sambands og hann auðvitað hlýddi því.“ Sólrún segist þrátt fyrir allt hafa húmor fyrir málinu og gerir ekki ráð fyrir því að setja sig sérstaklega í samband við sardínufyrirtækið vegna þess, en ef nafn sardínuframleiðandans er slegið inn í leitarvél kemur upp fjöldi mynda af mismunandi sardínudósum, prýddum skeggjuðu andliti Geirs. Bolungarvík Auglýsinga- og markaðsmál Svíþjóð Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
Geir, sem lést árið 2018, var um tíma safnvörður í Ósvör, sem er verbúð og sjóminjasafn austast við Bolungarvík og átti hann stóran hlut í uppbyggingu safnsins á sínum tíma. Í hlutverki safnvarðar var Geir oftar en ekki klæddur skinnklæðum á borð við þau sem sjómenn fyrri alda klæddust hér á landi og fræddi gesti safnsins um söguna og það sem fyrir augu bar. Á sardínudósinni er Geir einmitt í slíkum klæðum, þó eitthvað sé hann breyttur frá tíma sínum í Ósvör. Sardínuframleiðandanum virðist nefnilega hafa þótt vanta skegg á hann og bætti úr því með myndvinnsluforriti. Hér má sjá Geir í fullum skrúða og skegglausan, eins og hann var ávallt.Aðsend Skeggið blekkir engan Í samtali við Vísi segir Sólrún, dóttir Geirs, að fyrrverandi nágrannakona hennar og foreldra hennar í Bolungarvík hafi bent henni á að faðir hennar væri nú andlit sardínumerkis í Svíþjóð, nefnilega Sardinmästarens. Hún hafi fyrir algera tilviljun rekist á dósina úti í búð. „Þar sá hún eitthvað kunnuglegt andlit og fór að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki gamli nágranninn. Hún sendi mömmu sinni sem býr í Bolungarvík þetta. Hún kom í heimsókn til mömmu í dag og sýndi henni þetta. Við þekktum auðvitað myndina og það er augljóst að þetta er sá gamli,“ segir Sólrún, sem telur skegginu heldur viðvaningslega bætt á Geir. Sólrún segir að flestir safnverðir í Ósvör á eftir föður hennar hafi verið með skegg. „En pabbi var aldrei með skegg. Mamma vildi ekki að hann safnaði skeggi þannig að það var bara gengið frá því í upphafi þeirra sambands og hann auðvitað hlýddi því.“ Sólrún segist þrátt fyrir allt hafa húmor fyrir málinu og gerir ekki ráð fyrir því að setja sig sérstaklega í samband við sardínufyrirtækið vegna þess, en ef nafn sardínuframleiðandans er slegið inn í leitarvél kemur upp fjöldi mynda af mismunandi sardínudósum, prýddum skeggjuðu andliti Geirs.
Bolungarvík Auglýsinga- og markaðsmál Svíþjóð Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira