Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 20:04 Hér má sjá hópinn að baki myndinni sem ferðaðist til Sviss. Rosdiana Ciaravolo/Getty Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. Kvikmyndinni var leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara þá öll með stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um leynilögreglumanninn Bússa, sem á í innri átökum við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við harðsvíraða glæpamenn í Reykjavík. Hópurinn sem stendur að baki myndinni er sem stendur staddur í Sviss og var viðstaddur frumsýninguna. Þeir Auðunn og Egill hafa báðir skrásett ferðina á Instagram-reikningum sínum, en hér að neðan má sjá það sem borið hefur hæst á ferðalagi þeirra. Í ferðasögu Auðuns má til að mynda sjá troðfullan, 2.500 manna bíósalinn áður en myndin er frumsýnd. Í lokin má einnig sjá leikstjórann Hannes, glaðan á svip að frumsýningu lokinni. „Ég er bara að jafna mig. Ég er alveg búinn að vera með kökkinn í hálsinum í tvo klukkutíma. Ég er að reyna að halda honum niðri,“ heyrist Hannes segja í lok myndbandsins. Að trailer úr Audda og Sveppa fyrir 10 árum síðan hafi orðið að bíómynd og fengið standing O í Locarno er það sturlaðasta sem ég hef lent í á ferlinum 😅🥰— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 10, 2021 „Að fólk hafi staðið upp og klappað er bara það ruglaðasta sem ég veit,“ segir Auðunn þá, en hann fer með hlutverk Bússa í myndinni. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina, sem verður frumsýnd hér á landi von bráðar. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndinni var leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara þá öll með stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um leynilögreglumanninn Bússa, sem á í innri átökum við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við harðsvíraða glæpamenn í Reykjavík. Hópurinn sem stendur að baki myndinni er sem stendur staddur í Sviss og var viðstaddur frumsýninguna. Þeir Auðunn og Egill hafa báðir skrásett ferðina á Instagram-reikningum sínum, en hér að neðan má sjá það sem borið hefur hæst á ferðalagi þeirra. Í ferðasögu Auðuns má til að mynda sjá troðfullan, 2.500 manna bíósalinn áður en myndin er frumsýnd. Í lokin má einnig sjá leikstjórann Hannes, glaðan á svip að frumsýningu lokinni. „Ég er bara að jafna mig. Ég er alveg búinn að vera með kökkinn í hálsinum í tvo klukkutíma. Ég er að reyna að halda honum niðri,“ heyrist Hannes segja í lok myndbandsins. Að trailer úr Audda og Sveppa fyrir 10 árum síðan hafi orðið að bíómynd og fengið standing O í Locarno er það sturlaðasta sem ég hef lent í á ferlinum 😅🥰— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 10, 2021 „Að fólk hafi staðið upp og klappað er bara það ruglaðasta sem ég veit,“ segir Auðunn þá, en hann fer með hlutverk Bússa í myndinni. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina, sem verður frumsýnd hér á landi von bráðar.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið