Fundust eftir mánuð á fjalli: „Þarna bara birtast þau bara allt í einu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2021 22:31 Hér má sjá þrjú af hrossunum fimm sem týndust. Fimm hross fundust loks í dag, rétt tæpum mánuði eftir að þau fældust og hlupu á fjöll þann 13. júlí síðastliðinn. Eigandi hrossanna segist gríðarlega fegin að hafa loksins fundið þau. Næst á dagskrá sé að sækja þau. „Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað. Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira
„Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað.
Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira