Hafnsögumaður ber bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 21:16 Andrés Þorsteinn Sigurðsson hefur verið yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar síðastliðin fimmtán ár. Vísir/Vilhelm Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakar Írisi Róbertsdóttur um einelti og lygar. Andrés hefur sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Vestmannaeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Vestmannaeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira