Að ræða um kulnunareinkennin þín Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 07:01 Það er mikilvægt að sporna við kulnun með því að segja frá því sem fyrst hvernig okkur líður þegar/ef við erum að upplifa kulnunareinkenni og vanlíðan. Vísir/Getty Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar Deloitte segjast um 77% starfsfólks hafa upplifað tilfinningu um kulnun. Þetta eru sláandi tölur en geta líka virkað sem hvetjandi á fólk að þora að ræða um sína líðan. Því ef þú telur þig bera einkenni kulnunar, er mikilvægt að þú segir frá þeirri líðan þinni eins fljótt og auðið er. Í raun strax. Mörgum reynist þetta þó erfitt skref. Fyrir vikið eykst orkuleysi, streita og vanlíðan. Að gera ekkert getur þó haft alvarlegar afleiðingar og gert okkur óvinnufær um tíma. Hér eru því góð ráð sem geta nýst fólki til að ræða um kulnunareinkennin sín í vinnunni. 1. Stjórnandinn þinn er manneskja eins og þú Okkur líður stundum eins og við séum ekki nógu góðir starfsmenn ef við látum í það skína að okkur líði ekki vel í vinnunni eða eigum erfitt. Þetta er fyrsta viðhorfsbreytingin sem við þurfum að takast á við þegar að við opnum á umræðuna um okkar eigin kulnunareinkenni. Enda er yfirmaðurinn okkar bara manneskja eins og við: Með alls kyns tilfinningar og líðan að glíma við. Því enginn er undanskilinn því að vera að glíma við eitthvað. Gott er að bóka fund með yfirmanninum þínum og óska eftir samtali. Markmið fundarins er að ræða hvernig þér líður, láta vita að þú viljir sporna við frekari kulnun og að óska eftir stuðningi til þess. Og vittu til: Eflaust þekkir yfirmaðurinn mun betur þau einkenni sem þú vilt ræða um, enda kulnun ekki óalgeng líðan hjá stjórnendum. 2. Einlægni og hreinskilni Lykilatriði í að sporna við kulnun og hljóta þann stuðning sem til þess þarf í vinnunni, er að vera algjörlega hreinskilinn um það hvernig þér líður, hvaða áhyggjur þú hefur eða væntingar. Yfirmaðurinn þinn mun örugglega upplifa það sem gott skref og hugrakkt að þú segir frá af einlægni. Reyndu í samtalinu að vera eins nákvæm/ur og þú getur í lýsingum á því hvernig þú ert að upplifa glímuna við kulnunareinkennin dag frá degi í vinnunni. Því oft geta hugmyndir um umbætur fæðst strax við þessa frásögn. Að minnsta kosti hugmyndir um hvernig vinnan getur stutt þig og tekið fyrstu skrefin með þér. Það er hins vegar munur á því að lýsa kulnunareinkennum og kvarta undan álagi. Mundu því að þetta er samtal um heilsu þína og líðan en ekki fundur þar sem ætlunin er að láta yfirmanninn vita að álagið er almennt of mikið eða aðbúnaður ekki nægilega góður. Með því að halda fókusnum á því að ræða aðeins um kulnunareinkennin þín, eru meiri líkur á að þér og yfirmanninum takist að taka ákvarðanir sem munu hjálpa þér að sporna við þeim vítahring sem kulnun er. 3. Þín hlustun skiptir líka máli Oft er talað um mikilvægi þess að stjórnendur kunni að hlusta vel á starfsfólkið sitt. Þá hefur það sýnt sig í rannsóknum að fólk er almennt ánægðari og líður betur ef það upplifir sig í umhverfi sem hlustar á það sem það segir. Því ef á okkur er hlustað finnum við betur að við skiptum máli. Virk hlustun er hins vegar atriði sem allir þurfa að temja sér og þegar að við viljum sjálf ná árangri eða líða betur, skiptir mjög miklu máli að við vöndum okkur við alla hlustun. Því með virkri hlustun erum við líklegri til að sjá og grípa lausnir og nýjar hugmyndir sem geta orðið okkur til góða. Með góðri hlustun erum við móttækilegri fyrir góðum ráðum, stuðningi og leiðbeiningum um hvernig við getum spornað við kulnun og farið að líða betur. Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Betra að vinna ekki þegar að við eigum að vera í fríi Hvíld frá vinnu er allra hagur en eins sýna rannsóknir að það getur haft áhrif á viðhorf okkar til vinnunnar og vinnustaðarins ef við vinnum mikið þegar við eigum að vera í fríi. 7. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar Deloitte segjast um 77% starfsfólks hafa upplifað tilfinningu um kulnun. Þetta eru sláandi tölur en geta líka virkað sem hvetjandi á fólk að þora að ræða um sína líðan. Því ef þú telur þig bera einkenni kulnunar, er mikilvægt að þú segir frá þeirri líðan þinni eins fljótt og auðið er. Í raun strax. Mörgum reynist þetta þó erfitt skref. Fyrir vikið eykst orkuleysi, streita og vanlíðan. Að gera ekkert getur þó haft alvarlegar afleiðingar og gert okkur óvinnufær um tíma. Hér eru því góð ráð sem geta nýst fólki til að ræða um kulnunareinkennin sín í vinnunni. 1. Stjórnandinn þinn er manneskja eins og þú Okkur líður stundum eins og við séum ekki nógu góðir starfsmenn ef við látum í það skína að okkur líði ekki vel í vinnunni eða eigum erfitt. Þetta er fyrsta viðhorfsbreytingin sem við þurfum að takast á við þegar að við opnum á umræðuna um okkar eigin kulnunareinkenni. Enda er yfirmaðurinn okkar bara manneskja eins og við: Með alls kyns tilfinningar og líðan að glíma við. Því enginn er undanskilinn því að vera að glíma við eitthvað. Gott er að bóka fund með yfirmanninum þínum og óska eftir samtali. Markmið fundarins er að ræða hvernig þér líður, láta vita að þú viljir sporna við frekari kulnun og að óska eftir stuðningi til þess. Og vittu til: Eflaust þekkir yfirmaðurinn mun betur þau einkenni sem þú vilt ræða um, enda kulnun ekki óalgeng líðan hjá stjórnendum. 2. Einlægni og hreinskilni Lykilatriði í að sporna við kulnun og hljóta þann stuðning sem til þess þarf í vinnunni, er að vera algjörlega hreinskilinn um það hvernig þér líður, hvaða áhyggjur þú hefur eða væntingar. Yfirmaðurinn þinn mun örugglega upplifa það sem gott skref og hugrakkt að þú segir frá af einlægni. Reyndu í samtalinu að vera eins nákvæm/ur og þú getur í lýsingum á því hvernig þú ert að upplifa glímuna við kulnunareinkennin dag frá degi í vinnunni. Því oft geta hugmyndir um umbætur fæðst strax við þessa frásögn. Að minnsta kosti hugmyndir um hvernig vinnan getur stutt þig og tekið fyrstu skrefin með þér. Það er hins vegar munur á því að lýsa kulnunareinkennum og kvarta undan álagi. Mundu því að þetta er samtal um heilsu þína og líðan en ekki fundur þar sem ætlunin er að láta yfirmanninn vita að álagið er almennt of mikið eða aðbúnaður ekki nægilega góður. Með því að halda fókusnum á því að ræða aðeins um kulnunareinkennin þín, eru meiri líkur á að þér og yfirmanninum takist að taka ákvarðanir sem munu hjálpa þér að sporna við þeim vítahring sem kulnun er. 3. Þín hlustun skiptir líka máli Oft er talað um mikilvægi þess að stjórnendur kunni að hlusta vel á starfsfólkið sitt. Þá hefur það sýnt sig í rannsóknum að fólk er almennt ánægðari og líður betur ef það upplifir sig í umhverfi sem hlustar á það sem það segir. Því ef á okkur er hlustað finnum við betur að við skiptum máli. Virk hlustun er hins vegar atriði sem allir þurfa að temja sér og þegar að við viljum sjálf ná árangri eða líða betur, skiptir mjög miklu máli að við vöndum okkur við alla hlustun. Því með virkri hlustun erum við líklegri til að sjá og grípa lausnir og nýjar hugmyndir sem geta orðið okkur til góða. Með góðri hlustun erum við móttækilegri fyrir góðum ráðum, stuðningi og leiðbeiningum um hvernig við getum spornað við kulnun og farið að líða betur.
Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Betra að vinna ekki þegar að við eigum að vera í fríi Hvíld frá vinnu er allra hagur en eins sýna rannsóknir að það getur haft áhrif á viðhorf okkar til vinnunnar og vinnustaðarins ef við vinnum mikið þegar við eigum að vera í fríi. 7. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01
Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31
Betra að vinna ekki þegar að við eigum að vera í fríi Hvíld frá vinnu er allra hagur en eins sýna rannsóknir að það getur haft áhrif á viðhorf okkar til vinnunnar og vinnustaðarins ef við vinnum mikið þegar við eigum að vera í fríi. 7. ágúst 2020 09:00