Reikna með svipaðri stöðu á gjörgæslu áfram Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 18. ágúst 2021 17:29 Álag á gjörgæsludeild mun að öllum líkindum haldast óbreytt eða versna á næstu tveimur til þremur vikum. Einar Árnason Spálíkan fyrir framgang faraldursins hér á landi næstu vikur gefur til kynna að þróunin horfi til betri vegar. Þannig mun nýjum smitum fækka, en það verður þó mjög hægt ef marka má spá. Líkleg spá um innlagnir á gjörgæslu gerir ráð fyrir að 5-6 gjörgæslusjúklingar verði inniliggjandi alveg fram til upphafs september, þannig að jafnvel þótt daglegum smitum fjölgi lítillega er gert ráð fyrir svipuðu umfangi á gjörgæslu. 25 sjúklingar liggja núna á Landspítala með COVID. 20 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og þriðjungur er óbólusettur. Á gjörgæslu eru 5 sjúklingar og eru 3 þeirra bólusettir. Fjórir gjörgæslusjúklingar þurfa öndunarvélastuðning. Meðalaldur innlagðra er 65 ár. Alls hafa 79 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Samkvæmt spálíkaninu er talið líklegt að staðan á gjörgæsludeild haldist óbreytt þar til í upphaf næsta mánaðar. Svartsýn spá líkansins er sú að allt að ellefu einstaklingar verði á gjörgæslu vegna Covid-19 á þeim tímapunkti en sú bjartsýnasta að þeir verði tveir. Hætta á örmögnun starfsfólks Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Már Kristinsson, formaður farsóttanefndar spítalans, sendu heilbrigðisráðherra minnisblað um stöðuna á spítalanum á mánudag. Staðan á gjörgæslunni er þeirra helsta áhyggjuefni: „Í dag, 15. ágúst, er umframgeta gjörgæsluþjónustu Landspítala við ystu mörk og eru gjörgæsludeildir spítalans ekki í stakk búnar að taka við stórum áföllum sem krefjast verulegrar gjörgæslumeðferðar,“ segir í minnisblaðinu. Ástæðan sé skortur á fagfólki en eins og hefur verið fjallað um leita stjórnvöld nú leiða til að fá fleira fagfólk í vinnu á gjörgæsludeildunum. „Spálíkan HÍ og LSH og reynsla fyrri bylgja bendir til þess að álag á gjörgæslur eigi eftir að vara í a.m.k. næstu 2-3 vikur og hugsanlega aukast. Þetta eykur hættuna á því að upp komi aðstæður þar sem spítalinn getur ekki sinnt öllum gjörgæslusjúklingum. Örmögnun starfsfólks, sérstaklega á gjörgæslum er einnig raunveruleg hætta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Líkleg spá um innlagnir á gjörgæslu gerir ráð fyrir að 5-6 gjörgæslusjúklingar verði inniliggjandi alveg fram til upphafs september, þannig að jafnvel þótt daglegum smitum fjölgi lítillega er gert ráð fyrir svipuðu umfangi á gjörgæslu. 25 sjúklingar liggja núna á Landspítala með COVID. 20 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og þriðjungur er óbólusettur. Á gjörgæslu eru 5 sjúklingar og eru 3 þeirra bólusettir. Fjórir gjörgæslusjúklingar þurfa öndunarvélastuðning. Meðalaldur innlagðra er 65 ár. Alls hafa 79 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Samkvæmt spálíkaninu er talið líklegt að staðan á gjörgæsludeild haldist óbreytt þar til í upphaf næsta mánaðar. Svartsýn spá líkansins er sú að allt að ellefu einstaklingar verði á gjörgæslu vegna Covid-19 á þeim tímapunkti en sú bjartsýnasta að þeir verði tveir. Hætta á örmögnun starfsfólks Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Már Kristinsson, formaður farsóttanefndar spítalans, sendu heilbrigðisráðherra minnisblað um stöðuna á spítalanum á mánudag. Staðan á gjörgæslunni er þeirra helsta áhyggjuefni: „Í dag, 15. ágúst, er umframgeta gjörgæsluþjónustu Landspítala við ystu mörk og eru gjörgæsludeildir spítalans ekki í stakk búnar að taka við stórum áföllum sem krefjast verulegrar gjörgæslumeðferðar,“ segir í minnisblaðinu. Ástæðan sé skortur á fagfólki en eins og hefur verið fjallað um leita stjórnvöld nú leiða til að fá fleira fagfólk í vinnu á gjörgæsludeildunum. „Spálíkan HÍ og LSH og reynsla fyrri bylgja bendir til þess að álag á gjörgæslur eigi eftir að vara í a.m.k. næstu 2-3 vikur og hugsanlega aukast. Þetta eykur hættuna á því að upp komi aðstæður þar sem spítalinn getur ekki sinnt öllum gjörgæslusjúklingum. Örmögnun starfsfólks, sérstaklega á gjörgæslum er einnig raunveruleg hætta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira