Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 13:56 Róberti og Ksenia ásamt börnum sínum í veislunni fyrsta kvöldið eftir að gestirnir komu til Frakklands. Á myndina vantar yngsta drenginn, sem var farinn að sofa þegar myndin var tekin. Christian Oth/Oth Media Group Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni, segir Róbert í samtali við Vísi. „Haustið 2018, þegar við vorum á Íslandi, bauð ég henni í Þríhnjúkagíga og bað hennar þar. Það var yndisleg stund.“ Róbert segir að undirbúningurinn fyrir brúðkaupið hafi átt hug þeirra undanfarið enda í mörg horn að líta. „Sérstaklega á tímum Covid þar sem fjölskyldur okkar og vinir búa víðs vegar um heim.“ Um það bil hundrað manns er boðið í athöfnina og á boðslistanum er nánasta samstarfsfólk þeirra og fjölskylda. Um er að ræða margra daga veisluhöld og eru mismunandi þemu á viðburðunum og hefur þetta verið lengi í undirbúningi. Neonskiltið með upphafsstöfum þeirra vakti mikla athygli á blómaveggnum. Gestirnir létu margir mynda sig við vegginn.Christian Oth/Oth Media Group Þakklátur og ánægður „Gestirnir komu til Frakklands í gær og í gærkvöldi vorum við með lítið velkomuboð með mexíkósku þema. Stóra stundin er svo á laugardag,“ segir Róbert. Margir gestanna mættu til Frakklands á einkaþotum. „Ég er svo þakklátur og ánægður að fólk skuli gefa sér tíma og koma hingað til að fagna þessum degi með okkur þrátt fyrir Covid-faraldur. Það skiptir okkur Ksenia miklu.“ Róbert og Ksenia fluttu til Lundúna í fyrra 2019 en bjuggu á Íslandi á meðan Ksenia lauk MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin enda eru þau bæði mikið áhugafólk um vín. Þar framleiða þau vín sem eru margverðlaunuð eins og N°1 Saint-Cernin Rouge,N°1 Saint-Cernin Blanc ogChampagne Wessman One. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Börnin taka öll þátt í hátíðarhöldunum í kringum brúðkaupið. Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira
„Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni, segir Róbert í samtali við Vísi. „Haustið 2018, þegar við vorum á Íslandi, bauð ég henni í Þríhnjúkagíga og bað hennar þar. Það var yndisleg stund.“ Róbert segir að undirbúningurinn fyrir brúðkaupið hafi átt hug þeirra undanfarið enda í mörg horn að líta. „Sérstaklega á tímum Covid þar sem fjölskyldur okkar og vinir búa víðs vegar um heim.“ Um það bil hundrað manns er boðið í athöfnina og á boðslistanum er nánasta samstarfsfólk þeirra og fjölskylda. Um er að ræða margra daga veisluhöld og eru mismunandi þemu á viðburðunum og hefur þetta verið lengi í undirbúningi. Neonskiltið með upphafsstöfum þeirra vakti mikla athygli á blómaveggnum. Gestirnir létu margir mynda sig við vegginn.Christian Oth/Oth Media Group Þakklátur og ánægður „Gestirnir komu til Frakklands í gær og í gærkvöldi vorum við með lítið velkomuboð með mexíkósku þema. Stóra stundin er svo á laugardag,“ segir Róbert. Margir gestanna mættu til Frakklands á einkaþotum. „Ég er svo þakklátur og ánægður að fólk skuli gefa sér tíma og koma hingað til að fagna þessum degi með okkur þrátt fyrir Covid-faraldur. Það skiptir okkur Ksenia miklu.“ Róbert og Ksenia fluttu til Lundúna í fyrra 2019 en bjuggu á Íslandi á meðan Ksenia lauk MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin enda eru þau bæði mikið áhugafólk um vín. Þar framleiða þau vín sem eru margverðlaunuð eins og N°1 Saint-Cernin Rouge,N°1 Saint-Cernin Blanc ogChampagne Wessman One. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Börnin taka öll þátt í hátíðarhöldunum í kringum brúðkaupið.
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira