Kötturinn Birta er einn öflugasti plokkari landsins Elma Rut Valtýsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 23. ágúst 2021 22:26 Kötturinn Birta sem búsett er á Höfn í Hornafirði er afar öflugur plokkari og hefur meðal annars hlotið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum fyrir störf sín. Stöð 2 Kötturinn Birta er einn öflugasti plokkari landsins. Hún fyllir um tvo ruslapoka í hverjum mánuði og hefur hlotið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum. Birta er búsett á Höfn í Hornafirði. Hana má gjarnan sjá með rusl í kjaftinum sem hún tínir upp af götum bæjarins en hún sækir sérstaklega í byggingarsvæði. „Hún er búin að koma með mjög margt þaðan, til dæmis þéttikanta, fjórum sinnum, svona stóra poka. Hún er búin að koma með fimm sex metra langar lengjur þaðan,“ segir Stefanía Hilmarsdóttir, eigandi Birtu. Líkt og sönnum umhverfisverndarsinna sæmir tínir hún einnig plast og kemur með grímur og plast sem hún finnur á víðavangi. Segja má að Birta sé á meðal öflugustu plokkara landsins. „Hún hefur mikið dálæti á garðhönskum og það var mikil vertíð hjá henni eða uppgrip þegar unglingavinnan var núna í vor.“ Það furðulegasta sem Birta hefur fært eiganda sínum er óopnaður bjór á nýársmorgun og fyrir það segist Stefanía hafa verið þakklát. Birta fyllir um tvo ruslapoka í mánuði og fékk hún nýverið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum til kaupa á GPS staðsetningartæki til þess að hægt sé að fylgjast með ferðum hennar. Stefanía segist afar stolt af framtakinu og er Birta það ekki síður. „Hún verður mjög montin ef að ég verð vitni af því að hún er að koma með eitthvað. Þá er hún alveg að springa.“ Kettir Umhverfismál Gæludýr Dýr Hornafjörður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Birta er búsett á Höfn í Hornafirði. Hana má gjarnan sjá með rusl í kjaftinum sem hún tínir upp af götum bæjarins en hún sækir sérstaklega í byggingarsvæði. „Hún er búin að koma með mjög margt þaðan, til dæmis þéttikanta, fjórum sinnum, svona stóra poka. Hún er búin að koma með fimm sex metra langar lengjur þaðan,“ segir Stefanía Hilmarsdóttir, eigandi Birtu. Líkt og sönnum umhverfisverndarsinna sæmir tínir hún einnig plast og kemur með grímur og plast sem hún finnur á víðavangi. Segja má að Birta sé á meðal öflugustu plokkara landsins. „Hún hefur mikið dálæti á garðhönskum og það var mikil vertíð hjá henni eða uppgrip þegar unglingavinnan var núna í vor.“ Það furðulegasta sem Birta hefur fært eiganda sínum er óopnaður bjór á nýársmorgun og fyrir það segist Stefanía hafa verið þakklát. Birta fyllir um tvo ruslapoka í mánuði og fékk hún nýverið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum til kaupa á GPS staðsetningartæki til þess að hægt sé að fylgjast með ferðum hennar. Stefanía segist afar stolt af framtakinu og er Birta það ekki síður. „Hún verður mjög montin ef að ég verð vitni af því að hún er að koma með eitthvað. Þá er hún alveg að springa.“
Kettir Umhverfismál Gæludýr Dýr Hornafjörður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira