Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 14:08 Ljóst er að ekkert verður að Króatíuför Valsmanna í þessari viku. vísir/elín Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna. Olís-deild karla Valur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira