Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 23:34 Jóhanna Helga var viðmælandi í hlaðvarpinu Eigin konur. Umsjónamenn þáttarins eru þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir. Eigin konur Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. „Mamma var rosa veik á geði og alki og pabbi alki. Ég er með rosa góð gen í mér,“ segir Jóhanna sem fæddist í Vestmannaeyjum. Jóhanna og eldri systir hennar upplifðu ýmislegt á sínum æskuárum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa. Hún segir móður þeirra hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna, ásamt því að hún hafi verið að selja sig. „Við duttum úr rúminu þegar hún var að stunda kynlíf,“ lýsir Jóhanna. „Hann horfði bara á mig og sagði „hún byrjaði““ Jóhanna var send á fósturheimili uppi í sveit þegar hún var fjögurra ára gömul, þar sem hún var misnotuð af fósturföður sínum. Þegar eiginkona hans komst að því hvað hefði átt sér stað og spurði hún hvort þetta væri virkilega satt. „Hann horfir bara á mig og segir „hún byrjaði“ og það sat lengi í mér, af því hann var fullorðinn og ég var barn.“ Á meðan málið var í rannsókn var Jóhanna samt sem áður látin dvelja hjá fólkinu, en maðurinn var síðar fundinn sekur. „Meyjarhaftið var rifið. Ég held ég hafi verið fjögurra ára og bara alls konar einhver svona viðbjóður. Ég mundi bara eitt svona atriði en hann viðurkenndi að þetta hefði gerst áður.“ Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. „Ég var bara lifandi dáin“ Jóhanna var í kjölfarið send í varanlegt fóstur til Akureyrar. Hún gekk í skóla og æfði fótbolta en þegar hún varð átján ára gömul kynntist hún kókaíni. „Mér fannst þetta bara ógeðslega spennandi og ég fílaði spennuna í kringum þetta. Ég hætti í fótbolta og hætti í vinnunni sem ég var að vinna í,“ segir Jóhanna um upphafið á því sem varð að áralangri neyslu. Ekki leið að löngu þar til Jóhanna prófaði að sprauta sig í fyrsta skiptið með því sem hún taldi að væri MDMA en var í raun efnið PMMA og varð sá skammtur til þess að Jóhanna fór í hjartastopp. Í kjölfarið var Jóhanna send á Vog en hún var þó ekki edrú lengi. „Ég var bara lifandi dáin. En eins og mér leið áður en ég byrjaði að nota, þá var það eiginlega skárri kostur.“ „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ Nokkrum árum síðar fór Jóhanna í meðferð til Svíþjóðar þar sem henni var nauðgað. Hún hafði verið stödd á veitingastað ásamt vinkonu úr meðferðinni en vinkonan hafði farið heim með strák og varð Jóhanna eftir með eiganda veitingastaðarins. „Þegar þau eru farin þá segir gaurinn bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ og ég bara fraus ... Mér var bar nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi. Hann lætur mig fá pening og ég bara tek við honum, ég var svo frosin.“ Í kjölfar atviksins leiddist Jóhanna aftur út í neyslu. Hún segir undirheima Íslands ekki komast nálægt því að vera eins „brútal“ og undirheimar Svíþjóðar. Jóhanna kom aftur heim til Íslands þar sem hún bjó meðal annars á götunni, þar til árið 2016 þegar henni tókst að verða edrú. „Ég hélt bara að þetta væri mitt hlutkesti í lífinu. Ég var búin að lenda í alls konar sjitti og mér leið bara þannig. Þetta var það sem var búið að redda mér ... og ég ætti bara að deyja úr alkóhólisma - en sem betur fer var það ekki þannig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhönnu Helgu í heild sinni. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
„Mamma var rosa veik á geði og alki og pabbi alki. Ég er með rosa góð gen í mér,“ segir Jóhanna sem fæddist í Vestmannaeyjum. Jóhanna og eldri systir hennar upplifðu ýmislegt á sínum æskuárum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa. Hún segir móður þeirra hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna, ásamt því að hún hafi verið að selja sig. „Við duttum úr rúminu þegar hún var að stunda kynlíf,“ lýsir Jóhanna. „Hann horfði bara á mig og sagði „hún byrjaði““ Jóhanna var send á fósturheimili uppi í sveit þegar hún var fjögurra ára gömul, þar sem hún var misnotuð af fósturföður sínum. Þegar eiginkona hans komst að því hvað hefði átt sér stað og spurði hún hvort þetta væri virkilega satt. „Hann horfir bara á mig og segir „hún byrjaði“ og það sat lengi í mér, af því hann var fullorðinn og ég var barn.“ Á meðan málið var í rannsókn var Jóhanna samt sem áður látin dvelja hjá fólkinu, en maðurinn var síðar fundinn sekur. „Meyjarhaftið var rifið. Ég held ég hafi verið fjögurra ára og bara alls konar einhver svona viðbjóður. Ég mundi bara eitt svona atriði en hann viðurkenndi að þetta hefði gerst áður.“ Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. „Ég var bara lifandi dáin“ Jóhanna var í kjölfarið send í varanlegt fóstur til Akureyrar. Hún gekk í skóla og æfði fótbolta en þegar hún varð átján ára gömul kynntist hún kókaíni. „Mér fannst þetta bara ógeðslega spennandi og ég fílaði spennuna í kringum þetta. Ég hætti í fótbolta og hætti í vinnunni sem ég var að vinna í,“ segir Jóhanna um upphafið á því sem varð að áralangri neyslu. Ekki leið að löngu þar til Jóhanna prófaði að sprauta sig í fyrsta skiptið með því sem hún taldi að væri MDMA en var í raun efnið PMMA og varð sá skammtur til þess að Jóhanna fór í hjartastopp. Í kjölfarið var Jóhanna send á Vog en hún var þó ekki edrú lengi. „Ég var bara lifandi dáin. En eins og mér leið áður en ég byrjaði að nota, þá var það eiginlega skárri kostur.“ „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ Nokkrum árum síðar fór Jóhanna í meðferð til Svíþjóðar þar sem henni var nauðgað. Hún hafði verið stödd á veitingastað ásamt vinkonu úr meðferðinni en vinkonan hafði farið heim með strák og varð Jóhanna eftir með eiganda veitingastaðarins. „Þegar þau eru farin þá segir gaurinn bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ og ég bara fraus ... Mér var bar nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi. Hann lætur mig fá pening og ég bara tek við honum, ég var svo frosin.“ Í kjölfar atviksins leiddist Jóhanna aftur út í neyslu. Hún segir undirheima Íslands ekki komast nálægt því að vera eins „brútal“ og undirheimar Svíþjóðar. Jóhanna kom aftur heim til Íslands þar sem hún bjó meðal annars á götunni, þar til árið 2016 þegar henni tókst að verða edrú. „Ég hélt bara að þetta væri mitt hlutkesti í lífinu. Ég var búin að lenda í alls konar sjitti og mér leið bara þannig. Þetta var það sem var búið að redda mér ... og ég ætti bara að deyja úr alkóhólisma - en sem betur fer var það ekki þannig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhönnu Helgu í heild sinni.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira