Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ Atli Ísleifsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 26. ágúst 2021 14:45 Fjölskyldan dvelur nú á sóttkvíarhóteli í Þórunnartúni. „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. Fazal ræddi við fréttastofu fyrir utan sóttkvíarhótel í Þórunnartúni í Reykjavík um tvöleytið í dag. Hann dvelur nú þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann flúði frá Afganistan í kjölfar uppgangs talibana í landinu. Hann hefur starfað í Afganistan að friðaruppbyggingu fyrir samökin DHSA síðustu misserin. Aðspurður um hvernig fjölskyldan hafi hagað málum eftir að talibanar lögðu Kabúl undir sig nú segir hann það hafa verið mjög erfitt. „Þegar þeir komu fórum við ekki út. Höfðum hljótt. Ég sagðist vinna að friðaruppbyggingu í landinu.“ Fazal segir fjölskylduna hafa fylgst með fréttum á meðan þau hafi verið í samskiptum við starfsmenn utanríkisráðuneytisins á meðan færis var beðið að komast úr landi. Hann hafi hafið vinnu við að komast úr landi í júlí og er hann mjög þakklátur starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra vinnu og aðstoð. Fazal Omar fyrir utan sótthvíarhótel í Þórunnartúni í dag.Vísir/Sigurjón Hann segir börnin að vissu leyti hrygg að hafa þurft að yfirgefa vini sína í Kabúl og það umhverfi sem þau þekkja. „En þegar þau sjá hvernig ástandið er þar þá róast þau. Þegar talibanarnir komu þá gátum við ekki sofið í tvær, þrjár nætur.“ Nánar verður rætt við Fazal Omar í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fazal ræddi við fréttastofu fyrir utan sóttkvíarhótel í Þórunnartúni í Reykjavík um tvöleytið í dag. Hann dvelur nú þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann flúði frá Afganistan í kjölfar uppgangs talibana í landinu. Hann hefur starfað í Afganistan að friðaruppbyggingu fyrir samökin DHSA síðustu misserin. Aðspurður um hvernig fjölskyldan hafi hagað málum eftir að talibanar lögðu Kabúl undir sig nú segir hann það hafa verið mjög erfitt. „Þegar þeir komu fórum við ekki út. Höfðum hljótt. Ég sagðist vinna að friðaruppbyggingu í landinu.“ Fazal segir fjölskylduna hafa fylgst með fréttum á meðan þau hafi verið í samskiptum við starfsmenn utanríkisráðuneytisins á meðan færis var beðið að komast úr landi. Hann hafi hafið vinnu við að komast úr landi í júlí og er hann mjög þakklátur starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra vinnu og aðstoð. Fazal Omar fyrir utan sótthvíarhótel í Þórunnartúni í dag.Vísir/Sigurjón Hann segir börnin að vissu leyti hrygg að hafa þurft að yfirgefa vini sína í Kabúl og það umhverfi sem þau þekkja. „En þegar þau sjá hvernig ástandið er þar þá róast þau. Þegar talibanarnir komu þá gátum við ekki sofið í tvær, þrjár nætur.“ Nánar verður rætt við Fazal Omar í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.
Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05