Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 10:04 Dorrit og Samson lentu í ógöngum í Mosfellssveit í gær. Mynd úr safni, þegar Samson var yngri og ögn grennri. Ljósmynd/Twitter Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær. Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið. Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið.
Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira