Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2021 22:05 Voðinn er vís fyrir (of) ungt fólk sem vill komast inn á skemmtistaði. Vísir/Egill Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni. „Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri. Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
„Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri.
Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01
Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15