Bjarga ófleygum fýlsungum áður en það verður ekið á þá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 09:31 Á heimasíðu Fuglaverndar kemur m.a. fram að fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá lok águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er nú urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Fuglavernd/Daníel Bergmann Ragnheiður Blöndal og maður hennar, Sigurjón Halldór Birgisson, sem búa á Selfossi fór í gær og björguðu fimmtán fýlsungum úr vegköntum í kringum Vík í Mýrdal og komu þeim út á sjó. „Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira