Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 13:16 Afgansk fjölskylda við komuna til Washington-borgar í Bandaríkjunum. Þúsundir Afgana hafa þegar flúið land undan yfirvofandi stjórn talibana en mun fleiri sitja eftir með sárt ennið. Vísir/EPA Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í vikunni. Ætlunin er að styðja við fjölskyldur fólks sem eru þegar á Íslandi og á rétt á fjölskyldusameiningu, einstaklinga í bráðahættu vegna starfa, ýmist fyrir Atlantshafsbandalagið eða í jafnréttismálum. Það síðastnefnda á við um fjölskyldurnar tvær sem komu til landsins í gær. Mbl.is sagði frá komu þeirra í gærkvöldi. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við Vísi að þar séu á ferð tvær konur sem dvöldu á Íslandi við nám í því sem þá kallaðist Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna en kallast nú Jafnréttisskólinn Gró og fjölskyldur þeirra, alls sex manns. Fólkið kemur hingað með milligöngu danskra stjórnvalda. Það fékk flugfar með Dönum frá Afganistan, fyrst til Islamabad í Pakistan og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Þá segir Sveinn að ráðuneytið viti af því að fjórir Afganar sem hafa dvalarleyfi á Íslandi séu einnig á leið til landsins. Ráða fólki frá því að fara að flugvellinum Loftbrú sem vestrænar þjóðir hafa haldið út frá flugvellinum í Kabúl er nú við það að lokast. Bresk stjórnvöld segjast ætla að ljúka brottflutningi í dag og bandarískt herlið ætlar að fara alfarið frá landinu á þriðjudag. Sveinn segir að vegna þessa ráði íslensk stjórnvöld öllu því fólki sem þau hafa verið í sambandi við í Afganistan frá því að fara út á flugvöll í Kabúl. Á annað hundrað manns féll í sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng fyrir utan flugvöllinn á fimmtudag. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu. Bandarísk stjórnvöld búast við því að frekari hryðjuverk gætu verið framin nú síðustu daga brotthvarfsins frá Kabúl. Framhaldið í komum afganskra flóttamanna til Íslands er því óljóst. Sveinn segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks standi óháð því hver staðan í landinu í augnablikinu. Íslensk stjórnvöld hafa þegar lýst sig tilbúin að taka við að minnsta kosti tuttugu fyrrverandi starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldum þeirra frá Afganistan. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í vikunni. Ætlunin er að styðja við fjölskyldur fólks sem eru þegar á Íslandi og á rétt á fjölskyldusameiningu, einstaklinga í bráðahættu vegna starfa, ýmist fyrir Atlantshafsbandalagið eða í jafnréttismálum. Það síðastnefnda á við um fjölskyldurnar tvær sem komu til landsins í gær. Mbl.is sagði frá komu þeirra í gærkvöldi. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við Vísi að þar séu á ferð tvær konur sem dvöldu á Íslandi við nám í því sem þá kallaðist Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna en kallast nú Jafnréttisskólinn Gró og fjölskyldur þeirra, alls sex manns. Fólkið kemur hingað með milligöngu danskra stjórnvalda. Það fékk flugfar með Dönum frá Afganistan, fyrst til Islamabad í Pakistan og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Þá segir Sveinn að ráðuneytið viti af því að fjórir Afganar sem hafa dvalarleyfi á Íslandi séu einnig á leið til landsins. Ráða fólki frá því að fara að flugvellinum Loftbrú sem vestrænar þjóðir hafa haldið út frá flugvellinum í Kabúl er nú við það að lokast. Bresk stjórnvöld segjast ætla að ljúka brottflutningi í dag og bandarískt herlið ætlar að fara alfarið frá landinu á þriðjudag. Sveinn segir að vegna þessa ráði íslensk stjórnvöld öllu því fólki sem þau hafa verið í sambandi við í Afganistan frá því að fara út á flugvöll í Kabúl. Á annað hundrað manns féll í sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng fyrir utan flugvöllinn á fimmtudag. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu. Bandarísk stjórnvöld búast við því að frekari hryðjuverk gætu verið framin nú síðustu daga brotthvarfsins frá Kabúl. Framhaldið í komum afganskra flóttamanna til Íslands er því óljóst. Sveinn segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks standi óháð því hver staðan í landinu í augnablikinu. Íslensk stjórnvöld hafa þegar lýst sig tilbúin að taka við að minnsta kosti tuttugu fyrrverandi starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldum þeirra frá Afganistan.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22