Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 15:39 Ingó veðurguð tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar, stjórnarmanni KSÍ fyrr í þessum mánuði. Vísir Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. Tómas, sem er veitingamaður á Kaffi Krús á Selfossi auk þess að vera landshlutafulltrúi í stjórn KSÍ, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt 20. ágúst síðastliðinn. Ingó veðurguð tróð þar upp og sást vel til þess í myndskeiðum á samfélagsmiðlum. Myndbandi úr veislunni var meðal annars dreift á Twitter af Kristjáni Óla Sigurðssyni, sem kemur reglulega fram í vinsælu hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, sem skrifar við færsluna: „Aðeins það besta hjá Tomma á Kaffi Krús“. Uppfært klukkan 16:20: Eftir að fréttin birtist eyddi Kristján Óli myndbandinu af Twitter. Kristján Óli hefur eytt færslu sinni en hér má sjá skjáskot. Ingólfur var fyrr á þessu ári sakaður um kynferðisofbeldi og sögum frá meintum þolendum dreift af aðgerðahópnum Öfgum. Ingólfi var í kjölfarið tilkynnt að hann myndi ekki sjá um brekkusönginn á Þjóðhátíð í Eyjum sem hann hefur gert undanfarinn tæpan áratug. Þá var það tilkynnt í síðustu viku að Ingólfur muni ekki fara með hlutverk Danny Zuko í söngleiknum Grease sem verið er að setja á laggirnar, en til stóð lengi vel að hann færi með hlutverkið á móti Jóhönnu Guðrúnu, sem mun syngja hlutverk Sandy. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tilkynnti í gær afsögn sína í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir lýsti grófu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu leikmanns í karlalandsliðinu í knattspyrnu. Í ljós kom að faðir Þórhildar hafði tilkynnt ofbeldið til Guðna og annarra starfsmanna KSÍ vorið 2018 en Guðni sagði í Kastljósi í síðustu viku að sambandinu hafi aldrei borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi sem leikmenn hefðu beitt. Stjórn KSÍ sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þolendur voru beðnir afsökunar. Tekið verði vel á móti þolendum ofbeldis og þeir hvattir til að hafa samband við Knattspyrnusambandið og tilkynna ofbeldi sem leikmenn þess hafi beitt. „Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upplýsingar um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar að leita til okkar. Við munum taka vel á móti ykkur, við viljum að málin fari í viðeigandi farveg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar gerenda en ekki þolenda.“ Tómas Þóroddsson er einn þeirra stjórnarmanna sem skrifaði undir þessa yfirlýsingu. Yfirlýsingin endar á þessum orðum: „Knattspyrnuhreyfingin er hluti af samfélaginu, og við þurfum öll sem samfélag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berjast gegn kynferðisofbeldi.“ Myndbandið, sem Kristján Óli deildi úr afmæli Tómasar, fór í mikla dreifingu á Twitter fyrir akkúrat tíu dögum síðan. Þar má sjá þekkt andlit úr íslenskum fótbolta dilla sér við söng Ingós. 155 hafa líkað við færsluna, þegar þetta er skrifað. Viðbrögðin við færslunni voru þó flest neikvæð. Athugasemdir eru til dæmis: „Afsakið á meðan ég æli yfir allt,“ og „Bara níðingar sem fá að koma fram?“ Ég get lifað án þess að fá mér Karlsson pizzu aftur. Algerlega tóndautt og illa innrætt meðan svona viðkvæmt mál er í gangi— Ármann Ingunnarson (@Armanningunnar) August 23, 2021 Afsakið á meðan ég æli yfir allt — Betlísabet (@boneless_beta) August 22, 2021 Bara níðingar sem fá að koma fram?— Oskarsteinn Gestsson (@OskarsteinnG) August 22, 2021 „Kvenhatarar allra landa sameinist,“ skrifar einn í athugasemd. Kvenhatarar allra landa sameinist!— Gísli Freyr (@GisliFreyrJ) August 22, 2021 „Djöfulsins viðbjóður…“ Djöfulsins viðbjóður...— Ástvaldur Tryggvason (@astvaldurt) August 21, 2021 Og margir svöruðu bara með ælu-tjákni. — Kristinn Jón (@kidnon) August 22, 2021 — Böðvar Nielsen (@Bodvar22) August 22, 2021 — Gudrun B Olafsdottir (@gudrun_olafs) August 23, 2021 Ofbeldi innan KSÍ hefur verið til mikillar umræður undanfarið eftir að greint var frá því að Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður knattspyrnufélagsins Everton, hafi verið handtekinn af lögreglunni í Manchester í Englandi vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á einstaklingi undir lögaldri. Boltinn hélt áfram að rúlla og hefur hver sagan á fætur annarri komið fram í dagsljósið um meint ofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu. Ekki náðist í Tómas við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Árborg Tengdar fréttir Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54 Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“. 30. ágúst 2021 13:39 ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Tómas, sem er veitingamaður á Kaffi Krús á Selfossi auk þess að vera landshlutafulltrúi í stjórn KSÍ, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt 20. ágúst síðastliðinn. Ingó veðurguð tróð þar upp og sást vel til þess í myndskeiðum á samfélagsmiðlum. Myndbandi úr veislunni var meðal annars dreift á Twitter af Kristjáni Óla Sigurðssyni, sem kemur reglulega fram í vinsælu hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, sem skrifar við færsluna: „Aðeins það besta hjá Tomma á Kaffi Krús“. Uppfært klukkan 16:20: Eftir að fréttin birtist eyddi Kristján Óli myndbandinu af Twitter. Kristján Óli hefur eytt færslu sinni en hér má sjá skjáskot. Ingólfur var fyrr á þessu ári sakaður um kynferðisofbeldi og sögum frá meintum þolendum dreift af aðgerðahópnum Öfgum. Ingólfi var í kjölfarið tilkynnt að hann myndi ekki sjá um brekkusönginn á Þjóðhátíð í Eyjum sem hann hefur gert undanfarinn tæpan áratug. Þá var það tilkynnt í síðustu viku að Ingólfur muni ekki fara með hlutverk Danny Zuko í söngleiknum Grease sem verið er að setja á laggirnar, en til stóð lengi vel að hann færi með hlutverkið á móti Jóhönnu Guðrúnu, sem mun syngja hlutverk Sandy. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tilkynnti í gær afsögn sína í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir lýsti grófu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu leikmanns í karlalandsliðinu í knattspyrnu. Í ljós kom að faðir Þórhildar hafði tilkynnt ofbeldið til Guðna og annarra starfsmanna KSÍ vorið 2018 en Guðni sagði í Kastljósi í síðustu viku að sambandinu hafi aldrei borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi sem leikmenn hefðu beitt. Stjórn KSÍ sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þolendur voru beðnir afsökunar. Tekið verði vel á móti þolendum ofbeldis og þeir hvattir til að hafa samband við Knattspyrnusambandið og tilkynna ofbeldi sem leikmenn þess hafi beitt. „Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upplýsingar um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar að leita til okkar. Við munum taka vel á móti ykkur, við viljum að málin fari í viðeigandi farveg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar gerenda en ekki þolenda.“ Tómas Þóroddsson er einn þeirra stjórnarmanna sem skrifaði undir þessa yfirlýsingu. Yfirlýsingin endar á þessum orðum: „Knattspyrnuhreyfingin er hluti af samfélaginu, og við þurfum öll sem samfélag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berjast gegn kynferðisofbeldi.“ Myndbandið, sem Kristján Óli deildi úr afmæli Tómasar, fór í mikla dreifingu á Twitter fyrir akkúrat tíu dögum síðan. Þar má sjá þekkt andlit úr íslenskum fótbolta dilla sér við söng Ingós. 155 hafa líkað við færsluna, þegar þetta er skrifað. Viðbrögðin við færslunni voru þó flest neikvæð. Athugasemdir eru til dæmis: „Afsakið á meðan ég æli yfir allt,“ og „Bara níðingar sem fá að koma fram?“ Ég get lifað án þess að fá mér Karlsson pizzu aftur. Algerlega tóndautt og illa innrætt meðan svona viðkvæmt mál er í gangi— Ármann Ingunnarson (@Armanningunnar) August 23, 2021 Afsakið á meðan ég æli yfir allt — Betlísabet (@boneless_beta) August 22, 2021 Bara níðingar sem fá að koma fram?— Oskarsteinn Gestsson (@OskarsteinnG) August 22, 2021 „Kvenhatarar allra landa sameinist,“ skrifar einn í athugasemd. Kvenhatarar allra landa sameinist!— Gísli Freyr (@GisliFreyrJ) August 22, 2021 „Djöfulsins viðbjóður…“ Djöfulsins viðbjóður...— Ástvaldur Tryggvason (@astvaldurt) August 21, 2021 Og margir svöruðu bara með ælu-tjákni. — Kristinn Jón (@kidnon) August 22, 2021 — Böðvar Nielsen (@Bodvar22) August 22, 2021 — Gudrun B Olafsdottir (@gudrun_olafs) August 23, 2021 Ofbeldi innan KSÍ hefur verið til mikillar umræður undanfarið eftir að greint var frá því að Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður knattspyrnufélagsins Everton, hafi verið handtekinn af lögreglunni í Manchester í Englandi vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á einstaklingi undir lögaldri. Boltinn hélt áfram að rúlla og hefur hver sagan á fætur annarri komið fram í dagsljósið um meint ofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu. Ekki náðist í Tómas við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Árborg Tengdar fréttir Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54 Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“. 30. ágúst 2021 13:39 ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54
Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“. 30. ágúst 2021 13:39
ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46